Tuesday, July 1, 2014

Dagur 40 - Cyber

Varalitur fertugasta dagsins er líklega meðal þekktustu MAC varalitanna. Hann er einn af þessum litum sem er "möst" að eiga í safninu en á sama tíma einn af þeim sem maður notar aldrei. Ég man t.d. ekki eftir að hafa notað þennan einan og sér fyrr en á þessu örlagaríka föstudagskvöldi. (dunndunndunndururunndunn... byrjunin á eastendersþemalaginu... enginn?) Cyber frá MAC.




Cyber er lýst sem svarfjólubláum lit með satin áferð, finnst hann þó aðeins harðari en aðrir litir með sömu áferð frá MAC. Hann þekur ekki sérstaklega vel og blæðir svolítið - en það má búast við því af svona dökkum litum sem eru ekki alveg mattir. Það tekur dágóðan tíma að ná honum jöfnum á varirnar og það krefst mikillar vandvirkni. Myndi einnig mæla með að nýta sér hjálp varablýants eða varabursta til að skerpa línurnar, í þetta skipti notaði ég bursta nr. 263 frá MAC en Velvetella varablýanturinn virkar líka vel.



Eins og er skil ég ekki alveg af hverju ég hef ekki notað Cyber mikið oftar, maður venst honum ótrúlega fljótt og finnst bara basic að vera með fjólusvartar varir þegar maður lítur á spegilmynd sína. (ég stari mikið á eigin spegilmynd so i would know) Það þarf bara að passa vel upp á hvernig restin af förðuninni er. Elskulegur faðir minn benti á að nú liti ég út eins og ég væri "goth" en systir mín á ljúfum táningsaldri kom mér fljótt til varnar og benti á að ég þyrfti að vera dökkt máluð um augun til þess að ég flokkaðist sem "gothari". Ég notaði Vex augnskugga með svolítri skyggingu við augnbeinið með Wedge, báðir frá MAC. (SVO ÉG ER EKKI FOKKING GOTH OKEI PABBI?)
Hér myndi svo fylgja með mynd en ég skemmti mér bara svo vel með vinkonum mínum þetta kvöldið að ég steingleymdi að taka selfies þetta kvöldið. (svekk)

Við skulum samt hafa á hreinu að sumarið er ekki árstíðin fyrir Cyber, (það mætti þó halda það samkvæmt þessu veðurfari amirite?) en ég mun klárlega kíkja aftur á hann í vetur.
-n

No comments:

Post a Comment