Tuesday, July 1, 2014

Dagar 41, 42, 43, 44 & 45 - 2.0 x 5

Jæja, verð að viðurkenna að ég sé ekki tilganginn með að búa til sérfærslur þegar ég endurvinn varaliti. Það er hreinlega ekki nógu mikið efni í bitastæða færslu, þar sem ég er búin að segja það helsta sem liggur mér á hjarta. Því ætla ég að hópa næstu fimm dögum í eina færslu í þeirri veiku von um að hún hafi eitthvað til brunns að bera og geti valdið einhverjum einhverskonar ánægju. (hæ mamma)

Dagur 41 - Gigolo
Þessu fína laugardagskvöldi var eytt á Café Rósenberg á KK tónleikum með hjartavinkonu. Gæti vel látið það ósagt en við lækkuðum meðalaldurinn í rýminu um ca. 35 ár. Sem okkur fannst frábært. Þetta var eitt besta kvöld sumarsins. Ég var í leðurbuxum.
Gigolo fékk að prýða varir mínar með stolti því, eins og ég hef fjallað um áður, hann er fullkominn.


við tókum engar selfies en það var kanína í bjórnum mínum

Dagur 42 - Dolce Vita
Þessir þunnudagar eru nú meira ruglið. Ég er líka orðin svo gömul (why god) að ég er hætt almennilegum svefni eftir djömm - heldur er ég sívaknandi með aumingjavæl. Þá var ég einnig dregin út fyrir allar aldir í verslunarleiðangur með móður minni, því ég átti að sjá ein um óðalið næstu þrjár vikurnar og kattardýrið sem á því býr og einhverju áttum við að lifa á. Leiðin lá í Bónus þar sem keyptir voru blómkálshausar og hinir ýmsu safar fyrir fjögurþúsund krónur.
Í stuttu máli hafði mér liðið betur (ég var eins og skítur) svo mér fannst ég þurfa að dæla einhversskonar næringu í þurrar varir mínar. Vandasamt verk þegar maður hefur sett sjálfum sér varalitaáskorun. Dolce Vita er eini varaliturinn sem ég virkilega trúi að næri varir mínar svolítið svo hann varð fyrir valinu þennan þunnudaginn. Hann er líka svo enkel og þægilegur. (ég er sko dani svo ég má sletta eins og ég vil, það er fínt að sletta á dönsku)


gestavarirnar tilheyra lilsys - hún er ekki þunn bara kewl

Dagur 43 - Lady Danger
Mikið elska ég þegar fólk getur nefnt varalitinn sem ég er með að hverju sinni. Það er fólk að mínu skapi. (you know who you are)
Af einhverjum ástæðum bregst aldrei að fólk hrósi mér þegar ég er með þennan á mér og svo fylgir alltaf: Lady Danger er það ekki? Og ég svara með blikki. (ef ég svara þér með blikki máttu vita að þú hefur öðlast stig, ef ekki þá svekk) Þetta kvöld var grillkvöld með nokkrum krökkum úr vinnunni sem leiddi til djamms sem leiddi til veikindavikunnar miklu.

Dagur 44 - Goddess of the Sea
17. júní var, sem fyrr, blautur. En þetta árið var hann extra blautur. Þrjár hjartavinkonur gerðu sér ferð í miðbæinn með þrjár regnhlífar að vopni og spurðu sig svo sjálfar hví þær fóru í þessa pílagrímsferð þegar á leiðarenda var komið. Þá var farið á veitingastað og keypt sér hamborgara. Eins og ég sagði í GotS færslunni er erfitt að líða ekki fabulous með þennan varalit á sér, verð þó að viðurkenna að hann er ögn minna fabulous á borgaranum sjálfum. Það er víst ekki dömulegt að klína varalitnum sínum á matinn sinn.
Mér var búið að vera illt í maganum allan daginn, en þar sem ég er þaulreyndur djammari gerði ég bara ráð fyrir að þetta var þynnkan að segja til sín sem svo oft áður. Þá kom kvöldið og þá lá ljóst fyrir að ég hafði nælt mér í þessa ágætu magapest sem herjað hafði á landið.


hehe totally bald lady

Dagur 45 - Praire
Nú spyrja eflaust margir af hverju ég notaði Prairie aftur þar sem ég fór miður fögrum orðum um hann í færslunni um hann. Ég hef engin svör, ég var eflaust með óráði. Segi það aftur: ótrúlega sætur litur en með ömurlegri formúlu sem gerir hann nánast ónothæfann. Hann toldi samt ekki lengi á vörunum - og ekki einungis af því að hann er í heldur lélegri kantinum... (búrumbúmm... ég var með gubbupest. get it?)
-n

Dagur 40 - Cyber

Varalitur fertugasta dagsins er líklega meðal þekktustu MAC varalitanna. Hann er einn af þessum litum sem er "möst" að eiga í safninu en á sama tíma einn af þeim sem maður notar aldrei. Ég man t.d. ekki eftir að hafa notað þennan einan og sér fyrr en á þessu örlagaríka föstudagskvöldi. (dunndunndunndururunndunn... byrjunin á eastendersþemalaginu... enginn?) Cyber frá MAC.




Cyber er lýst sem svarfjólubláum lit með satin áferð, finnst hann þó aðeins harðari en aðrir litir með sömu áferð frá MAC. Hann þekur ekki sérstaklega vel og blæðir svolítið - en það má búast við því af svona dökkum litum sem eru ekki alveg mattir. Það tekur dágóðan tíma að ná honum jöfnum á varirnar og það krefst mikillar vandvirkni. Myndi einnig mæla með að nýta sér hjálp varablýants eða varabursta til að skerpa línurnar, í þetta skipti notaði ég bursta nr. 263 frá MAC en Velvetella varablýanturinn virkar líka vel.



Eins og er skil ég ekki alveg af hverju ég hef ekki notað Cyber mikið oftar, maður venst honum ótrúlega fljótt og finnst bara basic að vera með fjólusvartar varir þegar maður lítur á spegilmynd sína. (ég stari mikið á eigin spegilmynd so i would know) Það þarf bara að passa vel upp á hvernig restin af förðuninni er. Elskulegur faðir minn benti á að nú liti ég út eins og ég væri "goth" en systir mín á ljúfum táningsaldri kom mér fljótt til varnar og benti á að ég þyrfti að vera dökkt máluð um augun til þess að ég flokkaðist sem "gothari". Ég notaði Vex augnskugga með svolítri skyggingu við augnbeinið með Wedge, báðir frá MAC. (SVO ÉG ER EKKI FOKKING GOTH OKEI PABBI?)
Hér myndi svo fylgja með mynd en ég skemmti mér bara svo vel með vinkonum mínum þetta kvöldið að ég steingleymdi að taka selfies þetta kvöldið. (svekk)

Við skulum samt hafa á hreinu að sumarið er ekki árstíðin fyrir Cyber, (það mætti þó halda það samkvæmt þessu veðurfari amirite?) en ég mun klárlega kíkja aftur á hann í vetur.
-n

Monday, June 30, 2014

Dagar 38 & 39 - 2.0 x 2

Nú veit ég vel upp á mig sökina, hugurinn hefur verið annars staðar og ég hef ekki fundið fyrir neinni löngun til að blogga síðustu vikur. Júní hefur almennt verið frekar erfiður þegar kemur að andlegu hliðinni. En nú er nýr mánuður að ganga í garð sem verður vonandi ögn miskunnsamari á sálina.
Ég vona að þeir sem lesa bloggið reglulega og hafa beðið (eftirtekta hehe) eftir nýrri færslu geta fyrirgefið mér og þeir trúi því að þó ég hafi ekki bloggað á hverjum degi hef ég staðið við áskorunina. (lipstick erryday b!tch)

Dagur 38 - Coquette
Ég bjó enn á Ítalíu þegar Coquette prýddi varir mínar síðast (sælla minninga, sérstaklega í þessu glataða veðri) og hef litlu við að bæta við þá færslu. Þetta er rosalega góður byrjendavaralitur - skyldi mann langa að prófa sig áfram í Chanel vörumerkinu. Lyktin er fersk og áferðin mjúk og góð. Mæli einkum með honum fyrir hversdagslúkk, persónulega nota ég ekki mikið svona látlausa bleika á djamminu eða fínt. (þannig þú ættir ekki að gera það heldur!)

Dagur 39 - Chatterbox
Tveir basic, heldur látlausir bleikir varalitir í röð en þeir eru báðir bara svo þægilegir að ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það. Þar sem ég fjallaði heldur ítarlega um C síðast, hef ég enn og aftur heldur litlu við að bæta. Litlu. En þó svolitlu. Ég er nokkuð viss um að Chatterbox sæki nafnið sitt í kvikmynd undir sama nafni frá árinu 1977 sem fjallar um konu sem kemst að því að píkan hennar getur talað. Núna hugsa ég bara um píkur þegar ég hugsa (og skrifa) um Chatterbox. Hvaða sögur ætli píkurnar hafi að segja?
-n

lífið

Saturday, June 14, 2014

Dagur 37 - Viva Glam Cyndi

MAC er með rosalega sniðuga herferð sem nefnist Viva Glam, en það eru fengnar stjörnur á hverju ári til að setja nafn sitt á varalit og gloss (geri ráð fyrir að þær fái eitthvað um litina að segja, ég ætla allavega að heimta það þegar ég er beðin um að vera talskona viva glam) og rennur allur ágóði til samtaka sem berjast gegn alnæmi. Þetta er ótrúlega fallegt framtak og hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim, margar milljónir dollara safnast á ári hverju.
Ég á tvær VG vörur og er önnur Viva Glam Cyndi glossið sem ég var með í dag.




Cyndi Lauper var talskona VG árið 2010 (minnir mig, heilinn minn er að bregðast mér þessa dagana) ásamt Lady Gaga. Þetta var einmitt á þeim tíma sem ég gerði ekki annað en að fylgjast með "bjútígúrum"og það var sér í lagi ein sem lofsöng í sífellu VG Cyndi varalitinn, að hann væri hinn fullkomni látlausi rauður. Það þarf ekki mikið til að kveikja í varalitablæti mínu (sem var þá á algeru byrjunarstigi) en einhvern veginn tókst mér að standast freistinguna nærri því út árið. Ég missti af varalitnum sjálfum en ég var sannfærð um að festa, engu að síður, kaup á glossinu því það væri alveg jafn flott. (no regrets a la robbie)




VG Cyndi er kóralbleikur litur með agnarsmáum bleikum shimmerögnum. Eins og sést á efri myndinni þekur hann vel (furðuvel þar sem þetta er gloss) en persónulega finnst mér betra að setja svolítið af honum á miðjar varirnar og dreifa svo úr honum með fingri. Þá verður hann minna glossaðri (voru allir búnir að ná að ég fíla ekki sérstaklega glossað lúkk?) og í senn látlausari. Annar kostur vinn VG Cyndi er að hann endist furðulengi á vörunum miðað við að vera gloss og sérstaklega ef borið er lítið af honum á varirnar. Hann er allavega go-to "varaliturinn" minn á fyrsta stefnumóti og í starfsviðtölum. (semsagt fullkominn fyrir þær stundir sem þú átt að koma vel fyrir og átt ekki að sýna þína réttu hlið sem óhóflegur djammari sem elskar áberandi varaliti)
-n

Dagur 36 - Orange

Þegar móðir mín sá varalit dagsins var henni heldur betur brugðið og spurði af hverju ég væri nú að nota þennan lit. Rauður færi mér miklu betur. En hún veit ekki neitt og ég er búin að ná tökum á svolitlu tani svo ég ber Orange frá Kiko með stolti. (og fierceness)




Orange (rosalega hnyttið og skemmtilegt nafn...) er hluti af Unlimited Stylo línu Kiko. (stylo er sko varalitur á ítölsku) US er lýst sem endingargóðum, "transfer resistant" og eiga að endast allt að 8 tíma. Orange er appelsínugulur, mattur litur og þá meina ég mattur. Ég var búin að minnast á RiRi Woo sem allra þurrasta litnum en nú hefur O hlotið þann titil.
Hann er afar mjúkur þegar maður ber hann á sig og þornar á um það bil fimm mínútum. Hann er ekki ósvipaður Morange frá MAC, en M er með amplified áferð svo honum fylgir meiri glans.



Mér finnst best að dúppa Orange á varirnar svo það komi ekki allt of mikið af litnum á varirnar, en þá safnast hann upp og byrjaði að "cake-a". En það er alltaf gott að vera meðvitaður að hrúga ekki á sig þykkum förðunarvörum, eins og t.d. hyljurum og möttum varalitum, því þá ertu í raun að vinna á móti tilgangi vörunnar þegar allt er út í klessum á fallega andlitinu þínu. (ég geng út frá því að allir sem skoða þetta blogg eru fallegir því ég legg ekki vana minn að umgangast ljótt fólk)
Orange stendur undir væntingum, ekki oft þar sem svona ótrúlega ódýrar snyrtivörur gera það. (meira um það í næstu orangefærslu cuz i love it and will wear it again) Ef hann er of þurr er hægt að skella svolitlu vaselíni eftir að maður er búinn að bera O á varirnar. En með því styttir maður endingartíminn um svona 7 og hálfan tíma.
-n

Friday, June 13, 2014

Dagur 35 - Hue

Þynnka gærdagsins ákvað að marinerast svo þessum degi var einnig eytt uppi í rúmi í svefnmóki en svo fékk ég beiðni frá hjartavinkonu um að kíkja út og ég ákvað að slá til áður en ég kafnaði. (útaf koltvísýringnum í herberginu af því að glugginn var lokaður. get it??) Þá vantaði mig varalit og Hue frá MAC varð að lit dagsins.



Hue er nude extraordinaire, hann er líklega vinsælasti nude varaliturinn hjá MAC. Áferðin á honum er glaze og sleppur við allt shimmer en hann býr yfir miklum glansi. Það er örlítið bleikt í honum en alls ekki mikið, myndi setja hann mitt á milli Myth og Creme Cup.
Glaze varalitirnir hylja öllu jafna ekki mikið og þar sem þeir eru með mjög mikinn glans endast þeir vanalega ekki lengi. Því er gott að para þá við varablýant, minn go-to varablýantur er Sublime Culture.




Á sínum tíma notaði ég Hue óspart en svo kynntist ég Creme Cup, sem ég minntist á ofar, og þá féll H í gleymskunnar dá. Ég er samt ótrúlega hrifin af þessum lit og hann telst mun meira til nude flokksins heldur en CC, sem er mun bleikari.




Hue er samt því miður ekki hinn fullkomni varalitur, það er í rauninni nauðsynlegt að para hann við varablýant svo hann endist lengur en í tuttugu mínútur, og hann á til að festast í þurrki á vörunum. (passa líka drykkju á meðan hann er í notkun, fer á notime)
-n

Dagur 34 - Soft Cherry

Ég verð að játa eitt, ég sleppti því næstum að bera á mig varalit í dag sökum þynnku. Ó, eymdin sem henni fylgir. Öllum deginum og öllu kvöldinu var eytt inni fyrir með dregið fyrir svo það var kjörið að halda áfram tilraunastarfseminni á pallettunni góðu. Í dag varð Soft Cherry frá Graftobian fyrir valinu.




Soft Cherry er blátóna bleikur sem minnir á Impassioned í lit og áferð en er þó ekki eins skærbleikur og þekur minna. (veit að hann virðist vera mjög gultóna á myndunum en fokkit) Glansinn í SC er mikill en hann er þó alveg laus við shimmer - sem er plús fyrir mitt leyti. Hann endist ágætlega á vörunum en það krefst svolítillar einbeitingar að koma honum á þær. Það er einmitt vandinn við varalitapallettur, það er mun erfiðara að ná litnum alveg á varirnar svo hann þeki eins og hann ætti að gera. En hann má eiga það að hann er mjúkur og maður finnur ekki mikið fyrir honum, svipað og að vera með varasalva. (ekki misskilja samt, þessi er ekkert að næra varirnar)




Það sést ágætlega á myndinni hvað ég á við, þar sem ég þurfti að bera hann á með varabursta geta línurnar orðið ljótar ef ekki er vandað sig. Ég verð að viðurkenna að ég gerði það ekki í dag af því að mér var eiginlega alveg sama þar sem ég var ekkert á leiðinni út. Ég sofnaði nokkrum sinnum með þennan á mér og hann prýðir nú uppáhalds sængurfötin mín.
Soft Cherry er rosalega fínn litur, sem kom mér svolítið á óvart miðað við fyrri reynslu mína af Graftobian pallettunni. En það er bara rosalegur ókostur að hann er í pallettu. Ég mun þó hiklaust nota hann við eitthvað verkefni í framtíðinni. (minnir mig á: ráðið mig sem förðunarfræðing af því mig vantar ótrúlega mikið pening og ég er góð í að farða)
-n

Thursday, June 12, 2014

Dagur 33 - Please Me & Richer, Fuller

Í dag varð fyrir valinu combo, og það frekar ólíklegt en þar sem lúkkið um augun var nokkuð mikið þurfti eitthvað létt til.(heavy eyeliner stöff) Ég paraði semsagt saman varalit og gloss. (sem gerist ekki oft) Fyrrum andstyggð mín á glossum er ekkert leyndarmál, ég elska þau heldur ekkert í dag en almáttugur hvað ég hreinlega meikaði þau ekki fyrir nokkrum árum. Hefjum þetta: Please Me og Richer, Fuller hvoru tveggja frá MAC.




Byrjum á varalitnum. Hann nefnist Please Me, er svolítið kaldur bleikur og afar mattur, og hefur þann heiður að vera annar varaliturinn í eigu minni. Hann var keyptur árið 2010, í byrjun júní, daginn sem ég flutti til Svíþjóðar yfir sumarið. (með tveimur hjartavinkonum, við gerðum ekki annað en að djamma, borða óhollan mat og horfa á satc í tvo mánuði. the golden years) Af einhverjum ástæðum fannst mér afar mikilvægt að ég skyldi fara út með nude varalit (þá flokkaði ég þennan sem nude, geri það ekki lengur) og það var (greinilega) ekki inni í myndinni að versla svoleiðis erlendis. Ég skundaði í MAC (ekki búin að pakka en það er alltaf staðan) þar sem ég bað skýrt um nude lit sem væri samt ekki húðlitaður og ekki með neinum shimmeri eða glansi. (það var djöfullinn á þessum tíma) Mér var þá fenginn Please Me og hann er mér enn afar kær.
Finnst enn afar skemmtilegt að skoða myndir frá þessum tíma þar sem ég var ýmist með fjólubláa eða svarta smokey augnförðun og svo þennan varalit við. (sælla minninga)


please me einn og sér

PM er með bláum undirtónum og því getur hann verið svolítið snúinn - þessir blátónuðu eiga til að láta tennurnar okkar virðast gulari en þær eru. Því fannst mér ég þurfa að bæta svolitilli hlýju (hvað er ég að segja? ég hugsa svo mikið á ensku að það er sorglegt) og því bætti ég við Fuller, Richer.


please me + fuller, richer

Richer, Fuller er gloss frá MAC með cremesheen áferð. Satt að segja er ég ekki alveg klár á hver munurinn á glossunum frá MAC en cremesheen túburnar eru til dæmis stærri en venjulegu lipglass túburnar. Meira veit ég ei.

Verð einnig að viðurkenna að ég fjárfesti ekki í þessum sjálf, fékk hann í jólagjöf árið 2012 þar sem fólk elskar að gefa mér snyrtivörur en vill ekki gefa mér eitthvað sem ég á pottþétt ekki. Þessi jól var ég tiltölulega nýbúin að lita á mér hárið rautt og hafði alltaf rosalegar áhyggjur af því að geta ekki púllað bleikar varir áfram. (var óspart með bleikar varir það sumarið í þeim eina tilgangi að nýta tækifærið) Því var það fyrsta sem ég sagði þegar ég sá glossið að ég gæti ekki notað það þar sem ég væri orðin rauðhærð, en þá var mér tilkynnt að förðunarfræðingurinn sagði að þessi litur passaði alveg sérstaklega vel við rautt hár. Sem er alveg rétt, af því að F,R er mjög hlýr bleikur.


ég gleymdi að taka selfie þetta kvöldið en ég braut nögl og varð miður mín. naglalakkið er may frá chanel

Hlýir, ljósbleikir litir eru afar fágætir, mér dettur til dæmis enginn varalitur í hug akkúrat núna.
Þessi tvenna endist því miður ekki lengi á vörunum, en gloss gera það aldrei. Einn og sér er Please Me mjög endingargóður en það þarf að fylgjast með honum ef verið er að t.d. neyta matar. (eða djamma og djúsa)
-n

Dagur 32 - Pink

Þar sem SatC maraþonið heldur áfram, heldur tíunda áratugsæðið ennþá áfram. (hehe sæðið)
Hef samt tekið eftir að ég er í alvöru farin að mála mig meira í anda þáttanna þegar ég geri mig til, það er kannski ágætt að ég sé að verða búin með þetta svo ég geti fært mig örlítið nær samtímanum útlitslega séð. Að öðru þá held ég að varalitur dagsins beri allra frumlegasta nafnið í varalitasafninu mínu: Pink frá Make Up Store. (hehe lol jk. so not frumlegt)



Pink er bleikur varalitur, sem áður sagt frá Make Up Store, og er lýst sem lit með creme áferð. Ef ég ætti að bera hann saman við áferð frá MAC væri það líklega lustre, þar sem hann er léttur en ekki of mjúkur. Hann minnir mjög mikið á Dolce Vita, en er ögn bleikari. Myndi til dæmis flokka DV sem nude/your lips but better en Pink færi í bleika flokkinn. (arg ég er að bilast, veljiði betra nafn næst mus)



Af einhverjum ástæðum myndast hann mun dekkri en hann er í raun, hann er alls ekki svona dökkur á vörum. En Pink er voða fínn litur sem endist þó ekki lengi á manni. Hann má þó eiga það að hann eyðist fallega og svo lítið beri á, sem er alltaf kostur.
Satt að segja sést ekki mikill munur á Pink og Dolce Vita þegar litirnir eru komnir á varirnar, (ég sé hann samt en ég skal miða við ykkur almúgann sem ekkert vitið) en ég myndi persónulega mæla meira með DV þar sem hann nærir varirnar eitthvað, en P stuðlar að þurrki. Munurinn á prísnum er samt töluverður (nars er dýrt stöff) og það er auðveldara að nálgast Pink í þessu landi. (ég er sko ekkert bitur yfir að vera komin aftur til íslands, mig langar sko ekkert út aftur... nei sko í alvöru. okei smá)
-n

Wednesday, June 4, 2014

Dagur 31 - Raspberry Rush

Ef óhóflega SatC áhorf mitt síðustu daga hefur gert eitthvað gagn hefur það líklega verið í eflingu á ást minni á tíunda áratugnum. (ég trúi ekki að ég er búin að vera að horfa á þessa þætti í allavega tíu ár og hef alltaf getað fundið tengingu við þá... hvað segir það um mig?) Ég á nokkra varaliti í 90's stíl og gat heppilega nýtt mér einn þeirra í Butter Shine Lipstick pallettunni minni frá Clinique. Raspberry Rush er nefnilega tilvalinn ef þú ert í leit að pínu kitchy en samt nothæfum lit.


 Raspberry Rush er annar frá vinstri

Raspberry Rush er lýst sem hindberjalit (really?) með dassi af gylltu shimmeri. Ég er ekki alveg sammála þeirri lýsingu. Finnst hann til dæmis ekki nógu rauður til að teljast hindberjatóna og svo er undirtónninn í honum svo rosalega grár/brúnn. Sætt nafn samt. (sem og væmið, æl) Dass af shimmeri er líka kjaftæði - hann er stútfullur af shimmeri, en þó ekki þannig að beri mikið á en það er töluvert.




Varamyndin (sem ég mun líklegast skipta út ef ég man. sem ég mun pottþétt ekki gera) lætur hann virðast mun meira blátóna en hann er í raun. Hann er fjarri frá því að vera svona rosalega bleikur. Selfiemyndin (já það er selfiemynd í þessari færslu OMG) og þær fyrstu sýna ögn betur hvernig RR kemur út.
Raspberry Rush er einn af þeim litum sem hægt er að ráða styrknum á þekjunni. (hmm?) Á varamyndinni að ofan bar ég til dæmis mikið af honum á varirnar en deyfði hann svo áður en ég fór úr húsi. (og fyrir selfiemyndina) Svo ef þú ert í leit að SatC lúkki til dæmis à la Samantha Jones er Raspberry Rush tilvalinn ef þú notar duglega af honum.


af hverju er fokking hárið mitt grænt á þessari mynd???


Af einhverjum ástæðum er Carrie stanslaust með bláan augnskugga í fyrstu seríunni sem mér finnst ekkert sérstaklega hversdags, en ég vildi þó sýna henni svolitla sæmd og því fær Charmaine frá Make Up Store nú að prýða neglur mínar. Ég þoli CB samt alltaf minna og minna með árunum. Ég skil bara ekki alveg hvað er svona heillandi við Big, hann er bara drullusokkur. (aldrei myndi ég leyfa karlmanni að koma svona fram við mig... hóst) Finnst hún þó að sjálfsögðu alltaf jafn fabulous. (en æji samt, greyið Aiden) Ég get ekki varist því að hugsa hvort það sé henni að þakka að ég hafi dálæti á skrifum... (hehe, nennir einhver PLÍS að fatta)
-n


Dagar 28, 29 & 30 - 2.0 x 3


Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að vera upp á mitt besta síðustu daga og því hefur bloggið beðið lægri hlut fyrir öðrum nauðsynjum eins og til dæmis svefni. Þetta byrjaði allt með slæmri þynnku sem umturnaðist í tak í hnakka og því nokkra erfiða vinnudaga. (plús túrverkir) En þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég hóf þessa áskorun, svo ég berjist gegn því þegar ég finn orkuna og viljann síga.
Þar sem ég hef ekki fundið fyrir neinni sérstakri andagift vildi ég ekki sóa nýjum varalit, svo síðustu þrjá daga hef ég verið með varaliti sem ég hef tekið fyrir áður. Ég læt ekki smá ritstíflu stoppa mig í að vera fabulous.
Dreaming DahliaRose Ensoleille og Pink-A-Boo fengu töku tvö þessa dagana. Læt nýjar myndir af DD fljóta með en ég ætla ekki að fjalla ítarlega um þá aftur - þar sem ég held að ég hafi sagt allt sem segja þarf um þessa ákveðnu liti.
Þessi færsla verður því með öðruvísi sniði en vanalega og ef þú nennir ekki að lesa tilfinningabull (sem ég skil vel) er þér velkomið að bíða þar til á morgun.

(sunnu)Dagur 28 - Dreaming Dahlia
Ég vaknaði þennan sunnudag afar þreytt, timbruð og ringluð. (afsakið en ég skil ekki land okkar og þjóð, munum við aldrei læra af mistökum okkar?) Kvöldið áður hafði ég verið (gawdjess) með RiRi Woo en eins og ég minntist á þeim pistli er hann afar þurr svo vörum mínum sárvantaði raka. (ekki síst vegna mikils vökvaskorts sökum óhóflegrar drykkju) Ég prófaði að setja á mig sérstaklega rakagefandi lit en leit svo í spegil og útkoman var ekki góð. Ég þurfti aðeins meiri lit svo það væri nú ekki svo augljóst hversu (út úr heiminum) illa mér leið. Var ég búin að taka fram að ég var á leið í risa (hávært) fjölskylduboð? Þá valdi ég DD því hann hefur áður reynst vel, þó hann sé ekki sérstaklega rakagefandi þá líður manni eins og hann sé það þar sem hann er með svo miklum glansi og látlausu shimmeri.


Dreaming Dahlia blekkti þó engann, þynnkan lak víst af mér og það fannst öllum voða fyndið. Ég hafði ekki einu sinni orku í að teygja mig í töskuna mína til að sjá hvort ég þyrfti að bæta á hann svo hann leit kannski ekki svo vel út á tímabili en ég fékk ís svo ég var sátt.


Þessar myndir sýna mun betur hvernig hann lítur út raun, síðast ég þegar tók hann fyrir kom rauði tónninn ekki nógu vel fram.



(mánu)Dagur 29 - Rose Ensoleille
Eins og hjá flestum (öllum? bara mér og garfield?) eru mánudagar ekki í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Þessi byrjaði einnig ömurlega þar sem ég svaf lítið nóttina áður og tíu sekúntum eftir uppstigningu (hehe) festist ég í hnakkanum og þjáðist það sem eftir var af degi. Svo var vinnudagurinn einnig svolítið yfirþyrmandi og ef þessi blanda neyðir þig ekki í ótrúlega sjálfsvorkunn ertu annað hvort allt of heil/l á geði eða tilfinningalaus. (and i hate ya)
Ég elska Rose Ensoleille, hann er hinn fullkomni "your lips but better" og ég er búin að lofsyngja hann. Hann var samt því miður ekki nóg til að bæta skap mitt og líðan. (svekk)
Rose Ensoleille krefst ekki nýrra mynda, þær gömlu sýndu nokkuð vel tóninn í honum.

(þriðju)Dagur 30 - Pink-A-Boo
Dagur tvö í slæmum hnakka. Af hverju er það svona heftandi að geta ekki litið til vinstri? Guði sé lof fyrir hitakrem og verkjatöflur. Á þriðjudögum líður mér alltaf eins og það sé fimmtudagur og ég verð alltaf jafn vonsvikin þegar ég uppgötva að vikan er ekki einu sinni hálfnuð.
Pink-A-Boo er svolítið sætur og skemmtilegur en eins og ég var búin að taka fram þá er hann eiginlega bara bla. (þetta fokking nafn samt, love it í hófi) Eftir óhóflegt Sex and the City áhorf (líklega sjötta sinn sem ég tek satc maraþon) er ég litlu nær, hvað varðar lífið og karlmenn en eitt veit ég; ef Carrie segir einu sinni enn "I couldn't help but wonder..." sker ég mér hjartað úr með skeið og fleygi því í tölvuskjáinn.
-n

Ps. Ætla að deila einni af mínum uppáhaldsmyndum þar sem myndaleysið í færslunni er að gera út af við mig. (samt ekki nóg til að fara að taka einhverjar myndir svo les toms duga)

Sunday, June 1, 2014

Dagur 27 - RiRi Woo

Ég er nokkuð viss um að varalitur 27. dagsins hafi verið hluti af eftirsóttustu línu MAC síðasta árs; RiRi Hearts MAC. Hún var haustlínan 2013 og kom því auðvitað úr seinna á Íslandi, í kringum mánaðamótin október/nóvember. Það var meira að segja sérstök kvöldopnun í MAC í Kringlunni þar sem reglan fyrstur kemur, fyrstur fær réð ríkjum. (ég mætti að sjálfsögðu tiltölulega snemma, hóst) Mér tókst að næla mér í þrjár vörur: minni burstann (282 duo fibre), highlighterinn (diamond cream color base) og svo loks RiRi Woo varalitinn.




RiRi Woo er mattur rauður litur sem svipar mikið til hins upprunalega Ruby Woo, sem er í permanent línu MAC. Ég á reyndar ekki Ruby Woo en hef heyrt að RiRi Woo er víst aðeins mýkri útgáfa af honum. Hef aðeins eitt um það að segja og það er hvernig?? RiRi Woo er mattasti litur sem ég á, hef ekki átt svona rosalega harðan lit áður. Ekki misskilja mig samt, mér finnst hann frábær. Elska hann hreint. Ég held ekki að það væri hægt að finna betri tímabilavaralit. (forties, fifties etc)



Aðalástæða þess að ég keypti RiRi Woo var pakkningin. Það gefur auga leið að ég ég þarfnast þannig séð ekki annars rauðs litar í safnið en hver getur hafnað þessari (gawdjess) pakkningu? Það er meira að segja búið að skrifa "RiRi" í varalitinnsjálfan. SELT.




RW endist ótrúlega lengi á vörum, en það þarf þó að fylgjast betur með honum ef þú ert að borða/drekka (sem ég geri aldrei). Persónulega er ég alltaf mjög paranoid þegar ég er með rauðan varalit á mér svo ég er bætandi á hann í sífellu. Þess þarf alls ekki með þennan. Ég þarf varla að taka þurrkamálin fram aftur en ég ætla samt að gera það af því ég er sjálf búin að glíma við mikinn varaþurrk, kannski ekki við öðru að búast verandi endalaust með varaliti og stígandi upp úr veikindum. (sem er ekki það besta í stöðunni þegar maður er með svona ótrúlega mattan lit en ég hugsaði bara fokkit i wanna be fab)



Þar sem RiRi Woo var limited edition er mjög erfitt að mæla með honum en þar sem hann á sér semi hliðstæðu í permanent línu MAC væri kannski þess virði að tékka á Ruby Woo. Svo er einnig þess virði að minnast á að Rihanna er talskona Viva Glam lína ársins 2014 og varaliturinn og glossið eru ótrúlega fallegir litir. (ég er ekki enn búin að festa kaup á þeim þar sem ég á núll magn af peningum en varaliturinn mun allavega verða minn fyrir lok árs)
Smá disclaimer í lokin, ég er enginn rosalegur Rihönnu aðdáandi, finnst hún almennt ekki sýna sérstaklega gott fordæmi, en hún kann að velja snyrtivörur!
-n


Saturday, May 31, 2014

Dagur 26 - Savage

Enn öðrum degi eytt inni svo enn öðrum degi eytt í tilraunastarfsemi. Ég prófaði aftur Graftobian pallettuna, í þetta sinn dökkasta litinn lengst til hægri sem ber nafnið Savage, með réttu.




Savage er ótrúlega líkur fimmtándanum: Gigolo, þar sem þeir eru báðir berjarauðir sem hægt er að stjórna þekju með magni. Í rauninni er Savage bara verri útgáfa af Gigolo - hann er afar miskunnarlaus, festist í öllum þurrki, blæðir í litlu línurnar og það er ótrúlega erfitt að fá hann jafnan. Fékk mær í útskriftarförðun í gær (hamingjuóskir til B!) og þurfti að taka á móti henni hrikalegar varir og ég sem var nógu mygluð til að byrja með. (fínt samt að fá vitni sem getur vottað fyrir að ég fylgi reglum áskoruninnar)
Ég er eiginlega búin að ákveða að þessi palletta verður ekki notuð í hversdagskyni aftur. Plum Wine var allt í lagi en þessum lit fylgdi bara allt of mikið vesen. (aint nobody got time for that)



all da bleeds


Þar sem Savage er hreinlega ekki þess virði að fjalla meira um ætla ég að snúa mér í allt annað mál en ég svo sátt með lífið núna (er td orðin fullorðin og á leið í háskóla) og vil deila því. Um daginn rakst ég á gamla bekkjarsystur, sem ég hef ekki hitt í nokkur ár, sem hafði orð á hversu mikið hún elskaði þetta blogg. Kalda hjartað brosti yfir þessum fréttum því ég bjóst ekki við að aðrir en mínir nánustu gáfu sér tíma í að kíkja á varalitablætið. (tilneydd að sjálfsögðu) En svo hefur síðan fengið yfir hundrað heimsóknir á dag síðustu daga, án þess að ég deili henni sérstaklega og það gleður mig óendanlega. Vona innilega að þeir sem lesa hafi einhverja ánægju af.
Nema að pabbi sé að refresha einnvaralituradag.blogspot.com 100x á hverri vakt. (hann er #1 löggufan)
En að mergi málsins: ekki kaupa Savage. (arggg)
-n

Thursday, May 29, 2014

Dagur 25 - Plum Wine

Í dag varð loks að því sem ég hef beðið eftir að myndi gerast síðan ég steig fæti á skerið: veikindin hafa tekið yfir. Ég hef verið með hæsi í viku núna og eins sexí og það hefur verið er það nú orðið að ógeði. (maður á víst ekki að labba heim úr bænum í hellidembu með gallajakka einan að vopni...) Svo ég náði ekki að nýta þennan frídag í neitt annað en sjálfsvorkunn og svefn.
Ég ákvað að nýta tækifærið og setja á mig varalit úr Graftobian pallettu sem ég fékk þegar ég byrjaði í förðunarnáminu. Ég hef lítið sem ekkert notað þessa liti þar sem þeir líta ekki svo spennandi út og það er í rauninni bara vesen að vera með varalit úr svona stórri pallettu á sér ef maður ætlar út úr húsi. Sem ég ætlaði ekki í dag svo þetta var kjörið. 

frá vinstri til hægri: nude, soft cherry, plum wine, garnet, savage

Þessi palletta kallast "Cool Palette" og miðju liturinn Plum Wine varð fyrir valinu af því að hann er nákvæmlega eins á litinn og naglalakkið sem ég er með á mér. (elixir frá chanel)


Eins og ég tók fram áður í færslunni þá hef ég ekki "experimentað" mikið með þessa pallettu. Ég held að það sé út af pakkningunni - sem mér finnst mjög hallærislegar. Graftobian er bandarískt merki og á víst að vera mjög fínt pró snyrtimerki (ég hafði heyrt þess getið áður en ég vissi núll um það) og því skil ég ekki af hverju þeir hafa þetta svo "cheap" útlítandi en nóg um það.
Plum Wine er dökkbleikur varalitur sem er laus við shimmer en er með mikinn glans og þekur mjög vel. Það hljómar kannski illa en hann er svo fölbleikur að mér finnst vera svolítið grátt í honum frekar en blátt. (eins gott að einhver skilji mig) Hann endist ágætlega á vörum en hefur þó þann kost að eyðist jafnt og þétt á fallegan máta.



Samkvæmt upplýsingunum aftan á pakkningunum eru þessir varalitir ideal fyrir ljósmynda-og kvikmyndatöku sem meikar í rauninni mikinn sens.Varirnar verða svolítið þurrar eftir þessa liti en manni finnst þeir vera rosalega rakagefandi þegar maður er með þá á sér þar sem formúlan er mjög mjúk. Það verður spennandi að prófa hina litina almennilega og ekki bara sem prufu í förðun sem ég hef gert hingað til.
Eftir að hafa kynnt mér merkið nánar þá komst ég að því að það er vel hægt að panta varalitina í standard varalitapakkningum en ég veit ekki alveg hvernig ætti að nálgast þá utan Bandaríkjanna. (lalalalalife)
-n

Ps. Ég farðaði þessa fallegu stúdínu í gær - Please Me frá MAC á vörunum. (fyrir þá sem eru áhugasamir um restina af förðuninni var hún voða basic en með hvítan eyeliner fyrir ofan þann svarta, kom ótrúlega vel út)


ég á heiðurinn af myndinni en ekki þessari snilldargjöf #peningablöðrur

Dagur 24 - Strong Woman

Dömur og herrar, bjóðið velkominn næst uppáhaldsvaralitinn minn... Strong Woman.
Líkt og Absolute Power kom Strong Woman út með Strength línunnni frá MAC snemma árs 2011. Þessi lína var sú langbesta, gæti grátið yfir að hafa ekki gert mér grein fyrir því áður og keypt nokkra af hverjum lit bara til þess að geta átt þá að eilífu.




Strong Woman er svolítið bjartur fjólublár með mattri áferð. Ef ég ætti að setja hann í árstíðarflokk væri það haust-vetrar frekar en vor-sumar þar sem hann er í dekkri kantinum, en þar sem ég tímdi (án djóks, þessir limited edition varalitir) ekki að taka hann með mér til Ítalíu var ég bara endalaust fegin að geta notað hann aftur. Maður finnur vissulega fyrir því að hann er mattur en hann er mjög kremaður þrátt fyrir það.




SW endist lengi ef þú lætur hann í friði en ef þú borðar (eins og ég gerði að sjálfsögðu í veislu í gær) mun hann eyðast úr miðjunni og það lúkkar því miður ekki svo næs. Ef þú notar ekki varablýant með þessum (eins og ég, hef ekki fundið réttan lit) er eiginlega nauðsynlegt að nota varabursta til að fá línurnar til að líta hreinar út. Svo fyrsta umferðin getur verið svolítið vandasöm en svo bætirðu bara á með varalitnum sjálfum þegar þess gerist þörf.




Strong Woman er svo yndislega öðruvísi en ég er samt ekki meðvituð um að ég er með "óvenjulegan" lit á mér þegar ég nota hann. Svo er hann einnig afar hrósvænn, fólk fílar greinilega fjólubláa varaliti. Hrósin koma í meirihluti frá karlkyninu svo fólkið hjá Cosmo er að ljúga þegar þau ráðleggja manni að forðast sterka liti vilji maður ganga í augun á karlmönnum. (sleikur errytime)
Ef MAC ákveður að gefa SW aftur út grátbið ég alla sem lesa þetta blogg að næla sér í eitt eintak. Þú verður óstöðvandi.
-n

Tuesday, May 27, 2014

Dagur 23 - Prairie

Tilgangur þessa bloggs var að nýta alla varalitina mína og í senn geta miðlað visku minni á þeim sem mér bæði líst vel á og ekki svo vel. En ég verð að viðurkenna að ég hef fært svolítið út kvíarnar svo ég geti sýnt aðeins meira úrval af merkjum (hlutfall MAC varalitanna í byrjun var vandræðalega hátt) svo um daginn keypti ég, til dæmis, nokkra varaliti frá Make Up Store (sem ég hef alltaf haft smá fordóma gagnvart þar sem flestar af þeim vörum sem ég hef átt frá þeim hafa ekki mælst ofarlega á gæðamælikvarða undirritaðar) í þeim tilgangi að geta sýnt hvað ég væri nú flexible með þetta allt saman. Varð fyrir pínu vonbrigðum (again) með varalitinn sem ég var með í dag en hann heitir Prairie.




Af einhverjum ástæðum myndast Prairie ekki alveg eins og hann lítur út í raun (kannski af því ég tek alltaf myndirnar svo seint að kvöldi til...) en hann er t.d. ekki eins rauður og hann virðist vera á pakkningamyndinni. Svo er hann aðeins appelsínugulari en á handabaksmyndinni... og ekki eins bleikur og á varamyndinni.*
Prairie er mjög sætur pastelkórallitaður varalitur sem fellur undir sheer dálkinn hjá Make Up Store varalitalínunni. Hann þekur furðu mikið miðað við að vera sheer, en þar sem hann er í pasteltón er hann martröð að vinna með einan og sér.




Þegar ég vaknaði í morgun var ég spennt fyrir að setja hann á mig (þar sem hann er to die for sætur, ekki að það sjáist á neinni af myndunum arg) og mér fannst dagurinn í dag einmitt kjörinn þar sem varirnar mínar voru (vel luscious) alls ekki þurrar. Þegar ég leit í spegil um klukkutíma eftir álagningu (nei ha?) var hann eiginlega alveg horfinn inni á miðjum vörunum en var allur klístraður á þeim stöðum sem leyndist svolítill þurrkur.

Eins og þið sjáið á varamyndinni þá festist P svolítið mikið í þeim krókum og kimum sem er að finna á vörunum sem er bara alls ekki málið. Það þyrfti klárlega varablýant með til að laga það vandamál. Make Up Store segir einmitt á vefsíðu sinni að ef þú vilt að sheer varalitirnir þeki betur þá skaltu para varablýant við þá en ég held að þau eigi í raun við að ef þú vilt að þeir lúkki næs notaðu þá líka varablýant. Ég á því miður engann sem er í svipuðum tón og Prairie svo ég get ekki mælt með neinum.

Prairie er ótrúlega sætur litur sem ég vildi að ég gæti mælt með en hann er svo mikið pain in the ass. Gæti reyndar verið að ég taki hann fyrir aftur ef ég rekst á varablýant í svipuðum tón og hef þá kannski allt aðra sögu að segja. (don't hold your breath)
-n

*Ég skil ekkert, þetta er bara vandræðalegt. Ég tek bókað aðrar mydnir og skipti þessum út.

Monday, May 26, 2014

Dagur 22 - Heavenly Hybrid 2.0

Fyrsti varaliturinn sem ég endurvinn, hefði ekki getað valið betri kandídat. Heavenly Hybrid er snilld.
Í kvöld kíkti ég í Stúdentakjallarann, en þar var svolítið uppistand og þeir sem mig þekkja vita að ég get ekki neitað smá hlátri og einum bjóri eða tveimur. (fékk augljóslega ekki nóg um helgina)
HH er solid val þar sem hann er öðruvísi og áhugaverður en krefst samt sem áður ekki mikillar fyrirhafnar.




Þar sem ég er nú þegar búin að fjalla um þennan varalit eru við litlu að bæta svo ég ákvað að taka nokkrar myndir  af honum á lamennilega myndavél í þeirri veiku von að liturinn kæmi rétt út í þetta skiptið. Vonbrigði mín leyna sér ekki.
Flassmyndirnar sýna þó aðeins betur hvernig liturinn sjálfur er, svo það er lítið ljós í myrkrinu.



Það er mjög svekkjandi að liturinn neiti að nást á mynd hjá mér (af hverju hatar heimurinn mig) en ég held það mikið upp á hann að ég muni pottþétt nota hann aftur eitthvað í sumar. Veit þó ekki hvort ég muni blogga um hann í þriðja skiptið. (allt er þegar þrennt er? ég mun pottó gera það)



gestavarir að hundsa bloggara

Þetta var ekkert sérstaklega bitastæð færsla en you can't win them all. Pokémon style. Var það samt ekki catch them all? Æji, who cares. Gónó bebes.
-n





Sunday, May 25, 2014

Dagur 21 - Myth

Þrjár vikur! Og í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir í afmælið mitt... það mætti kalla þetta sögulegt móment. Dagurinn í dag var einn af þessum eirðarlausu dögum þar sem ég gat ekki komið neinu í verk og eyddi deginum hálfsofandi en reynandi að halda samviskunni hreinni með því að taka svolítið til. (með öðrum orðum var ég þunn)
Það tók mig svolítinn tíma að ákveða hvaða varalit ég ætti að vera með í dag, fyrst ég ætlaði hvort eð er ekki í útréttingar. Ég byrjaði daginn með varalit sem heitir Pink frá Make Up Store en tók svo eftir að hann er afar líkur Dolce Vita svo ég vildi ekki taka hann fyrir í dag. Svo ég skipti um lit og fyrir valinu varð Myth frá MAC.




Myth er mjög snúinn varalitur að vinna með, hann er rosalega nude með svolitlu pastelbleiku ívafi. Hann er með satin áferð sem þýðir að hann er ekki með shimmer en það er þó smá glans. Það er einmitt það sem gerir hann frábrugðinn öðrum dæmigerðum nude varalitum og þar af leiðandi aðeins meira "unwearable".



Sem förðunarfræðingur finnst mér Myth vera lykilvaralitur í "kit-inn" þar sem það er hægt að nota hann til að lýsa upp dekkri liti, í tímabilaförðun og til að hylja varirnar án þess að bókstaflega nota hyljara (sem lúkkar ekki sérstaklega næs á vörum).
Að öðru leyti myndi ég ekki segja að þetta væri nauðsynjavara í snyrtibudduna ef þú ert bara að leita þér að nude varalit. Ekki misskilja mig samt, það er vel hægt að vinna með hann, sérstaklega ef þú parar hann við annan lit, og gæti litið vel út með smokey augnförðun. (ekki skinkustyle samt plís)
Eftir því sem hefur liðið á daginn hef ég fílað hann meira og meira (kannski er ég bara að tapa mér í þynnkumóki) en þetta er augljóslega ekki varalitur fyrir alle Leute.
-n

Dagur 20 - Dolce Vita

Ó, sæta lífið.
Fyrir rúmlega viku var ég í bloggpartýi í Urban Outfitters í Stokkhólmi, (sem áhorfandi ekki heiðursgestur, gefum þessu smá tíma) aðallega af því að þar var boðið upp á frítt áfengi. Áhugi minn á Stokkhólmssumar tískunni er í lágmarki - newsflash - það er in að ganga í uppábrettum gallabuxum og vera sokkalaus í nike skóm. En inni í UO, eftir nokkrar vandræðalegar ræður og þrjá bjóra, fékk ég afhentan miða sem sagði mér að það væri afsláttur í Sephora versluninni aðeins neðar í götunni. Við vinkonurnar gripum hver sína bjórdósina, stungum þeim í töskurnar og skunduðum þangað. Það er alltaf hægt að réttlæta snyrtivörukaup þegar um afslátt er að ræða.
Það kvöld keypti ég Dolce Vita frá Nars og notaði hann í fyrsta skiptið í gærkvöldi. (á last minute djammi)




Dolce Vita er permanent hluti af Sheer Lipstick línu Nars. Ég held ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að þetta sé vinsælasti varalitur Nars merkisins, ég man allavega eftir að hafa lesið um hann oft og tíðum á hápunkti makeupbloggadellunnar fyrir nokkrum árum.
Varaliturinn sjáfur er harður í sér, en er í senn mjög mjúkur þegar hann er kominn á varirnar. (meikar sens) Sökum hversu fölbleikur-og gegnsær hann er er hann hinn fullkomni "your lips but better" varalitur. (við elskum þá)




Hann endist því miður ekki lengi á vörunum en kosturinn er sá að það sést ekki þegar hann máist af. Svo hefur Nars líka troðið öllum andskotanum af vítamínum í Sheer Lipstick varalitina svo manni finnst maður bara vera gera vörunum sínum greiða með að nota þá.
Ég get ekki alveg gert upp við sjálfa mig hvort ég muni nota hann aftur á djamminu, ég fékk fullt af hrósi fyrir hann en mér fannst pirrandi að þurfa alltaf að bæta á hann (það fór kannski bara of mikið á flöskurnar sem ég var að súpa af. note to self: drekka minna... eða nota rör)


snædís hjartavinkona gestavarir dagsins

Það sem er líklega uppáhaldið mitt við Nars varalitina eru pakkningar. Eins og Björg vinkona mín orðaði svo fullkomlega: "Þær eru harðar en samt mjúkar" Það er mjög erfitt að lýsa þeim öðruvísi svo þú verður að fjárfesta í einum til að sjá hvað við eigum við. 
-n