Monday, May 5, 2014

Dagur 1 - Impassioned

Hefjum þessa snilld!

Fannst viðeigandi að byrja áskorunina með fyrsta varalitnum mínum: Impassioned frá MAC.




Ætti kannski að taka fram að hann er reyndar ekki sá langfyrsti, ég fékk að endurvinna eldgamla varaliti frá mömmu og átti ýmsar draslvaralitapellettur frá hinum ýmsu draslbúðum. Vona að þið skiljið af hverju þessi hefur fengið titilinn Sá Fyrsti. Ég fékk hann í jólagjöf 2009 ásamt varalitablýant sem ber heitið blablabla ( a) þá man ég það ekki akkúrat núna b) hann fær kannski að fljóta með í annarri færslu einhvern daginn) og ég ýki ekki þegar ég segi að ég klæddi varir mínar ekki öðru combo-i næsta hálfa árið. Áferðin á Impassioned kallast amplified sem þýðir að varaliturinn er mattur (án glimmers og shimmer agna) en er í senn kremkenndur og glansandi. Vegna þessa endist hann þó ekki endalaust á vörunum. Þetta er rosalega fallegur bleikur litur, sem ég myndi persónulega bara nota yfir sumarmánuðina sökum hversu rosalega skær hann er.




Þetta er einn af þessum litum sem ég mæli alltaf með þegar ég er beðin um ráð varðandi varalitakaup. Veit líka fyrir víst að það hafa allavega þrjár vinkonur mínar fjárfest í þessari gersemd eftir samtal við undirritaða.

tek skýrt fram að módel (aka gamla) var ekki nakið í myndatökunni, klæðabútur huldi það allra heilagasta.


Svona í lokin þá mæli ég með honum, en vil taka fram að þetta er einn af þeim litum sem festist rosalega í þurrki á vörum svo það þarf nokkrar umferðir. Hann getur líka verið rosalega fallegur ef
maður dúppar hann á með fingri en varirnar mega þá helst ekki vera þurrar. Lúkkar ekki nógu næs.

Sjáumst á morgun kæru samvaralitaunnendur!

-n


2 comments:

  1. Hey! Þessi var líka minn fyrsti.
    Skemmtileg hugmynd að bloggi : )

    ReplyDelete
  2. vúhú, takk fyrir það Telma mín!

    ReplyDelete