Saturday, May 31, 2014

Dagur 26 - Savage

Enn öðrum degi eytt inni svo enn öðrum degi eytt í tilraunastarfsemi. Ég prófaði aftur Graftobian pallettuna, í þetta sinn dökkasta litinn lengst til hægri sem ber nafnið Savage, með réttu.




Savage er ótrúlega líkur fimmtándanum: Gigolo, þar sem þeir eru báðir berjarauðir sem hægt er að stjórna þekju með magni. Í rauninni er Savage bara verri útgáfa af Gigolo - hann er afar miskunnarlaus, festist í öllum þurrki, blæðir í litlu línurnar og það er ótrúlega erfitt að fá hann jafnan. Fékk mær í útskriftarförðun í gær (hamingjuóskir til B!) og þurfti að taka á móti henni hrikalegar varir og ég sem var nógu mygluð til að byrja með. (fínt samt að fá vitni sem getur vottað fyrir að ég fylgi reglum áskoruninnar)
Ég er eiginlega búin að ákveða að þessi palletta verður ekki notuð í hversdagskyni aftur. Plum Wine var allt í lagi en þessum lit fylgdi bara allt of mikið vesen. (aint nobody got time for that)



all da bleeds


Þar sem Savage er hreinlega ekki þess virði að fjalla meira um ætla ég að snúa mér í allt annað mál en ég svo sátt með lífið núna (er td orðin fullorðin og á leið í háskóla) og vil deila því. Um daginn rakst ég á gamla bekkjarsystur, sem ég hef ekki hitt í nokkur ár, sem hafði orð á hversu mikið hún elskaði þetta blogg. Kalda hjartað brosti yfir þessum fréttum því ég bjóst ekki við að aðrir en mínir nánustu gáfu sér tíma í að kíkja á varalitablætið. (tilneydd að sjálfsögðu) En svo hefur síðan fengið yfir hundrað heimsóknir á dag síðustu daga, án þess að ég deili henni sérstaklega og það gleður mig óendanlega. Vona innilega að þeir sem lesa hafi einhverja ánægju af.
Nema að pabbi sé að refresha einnvaralituradag.blogspot.com 100x á hverri vakt. (hann er #1 löggufan)
En að mergi málsins: ekki kaupa Savage. (arggg)
-n

Thursday, May 29, 2014

Dagur 25 - Plum Wine

Í dag varð loks að því sem ég hef beðið eftir að myndi gerast síðan ég steig fæti á skerið: veikindin hafa tekið yfir. Ég hef verið með hæsi í viku núna og eins sexí og það hefur verið er það nú orðið að ógeði. (maður á víst ekki að labba heim úr bænum í hellidembu með gallajakka einan að vopni...) Svo ég náði ekki að nýta þennan frídag í neitt annað en sjálfsvorkunn og svefn.
Ég ákvað að nýta tækifærið og setja á mig varalit úr Graftobian pallettu sem ég fékk þegar ég byrjaði í förðunarnáminu. Ég hef lítið sem ekkert notað þessa liti þar sem þeir líta ekki svo spennandi út og það er í rauninni bara vesen að vera með varalit úr svona stórri pallettu á sér ef maður ætlar út úr húsi. Sem ég ætlaði ekki í dag svo þetta var kjörið. 

frá vinstri til hægri: nude, soft cherry, plum wine, garnet, savage

Þessi palletta kallast "Cool Palette" og miðju liturinn Plum Wine varð fyrir valinu af því að hann er nákvæmlega eins á litinn og naglalakkið sem ég er með á mér. (elixir frá chanel)


Eins og ég tók fram áður í færslunni þá hef ég ekki "experimentað" mikið með þessa pallettu. Ég held að það sé út af pakkningunni - sem mér finnst mjög hallærislegar. Graftobian er bandarískt merki og á víst að vera mjög fínt pró snyrtimerki (ég hafði heyrt þess getið áður en ég vissi núll um það) og því skil ég ekki af hverju þeir hafa þetta svo "cheap" útlítandi en nóg um það.
Plum Wine er dökkbleikur varalitur sem er laus við shimmer en er með mikinn glans og þekur mjög vel. Það hljómar kannski illa en hann er svo fölbleikur að mér finnst vera svolítið grátt í honum frekar en blátt. (eins gott að einhver skilji mig) Hann endist ágætlega á vörum en hefur þó þann kost að eyðist jafnt og þétt á fallegan máta.



Samkvæmt upplýsingunum aftan á pakkningunum eru þessir varalitir ideal fyrir ljósmynda-og kvikmyndatöku sem meikar í rauninni mikinn sens.Varirnar verða svolítið þurrar eftir þessa liti en manni finnst þeir vera rosalega rakagefandi þegar maður er með þá á sér þar sem formúlan er mjög mjúk. Það verður spennandi að prófa hina litina almennilega og ekki bara sem prufu í förðun sem ég hef gert hingað til.
Eftir að hafa kynnt mér merkið nánar þá komst ég að því að það er vel hægt að panta varalitina í standard varalitapakkningum en ég veit ekki alveg hvernig ætti að nálgast þá utan Bandaríkjanna. (lalalalalife)
-n

Ps. Ég farðaði þessa fallegu stúdínu í gær - Please Me frá MAC á vörunum. (fyrir þá sem eru áhugasamir um restina af förðuninni var hún voða basic en með hvítan eyeliner fyrir ofan þann svarta, kom ótrúlega vel út)


ég á heiðurinn af myndinni en ekki þessari snilldargjöf #peningablöðrur

Dagur 24 - Strong Woman

Dömur og herrar, bjóðið velkominn næst uppáhaldsvaralitinn minn... Strong Woman.
Líkt og Absolute Power kom Strong Woman út með Strength línunnni frá MAC snemma árs 2011. Þessi lína var sú langbesta, gæti grátið yfir að hafa ekki gert mér grein fyrir því áður og keypt nokkra af hverjum lit bara til þess að geta átt þá að eilífu.




Strong Woman er svolítið bjartur fjólublár með mattri áferð. Ef ég ætti að setja hann í árstíðarflokk væri það haust-vetrar frekar en vor-sumar þar sem hann er í dekkri kantinum, en þar sem ég tímdi (án djóks, þessir limited edition varalitir) ekki að taka hann með mér til Ítalíu var ég bara endalaust fegin að geta notað hann aftur. Maður finnur vissulega fyrir því að hann er mattur en hann er mjög kremaður þrátt fyrir það.




SW endist lengi ef þú lætur hann í friði en ef þú borðar (eins og ég gerði að sjálfsögðu í veislu í gær) mun hann eyðast úr miðjunni og það lúkkar því miður ekki svo næs. Ef þú notar ekki varablýant með þessum (eins og ég, hef ekki fundið réttan lit) er eiginlega nauðsynlegt að nota varabursta til að fá línurnar til að líta hreinar út. Svo fyrsta umferðin getur verið svolítið vandasöm en svo bætirðu bara á með varalitnum sjálfum þegar þess gerist þörf.




Strong Woman er svo yndislega öðruvísi en ég er samt ekki meðvituð um að ég er með "óvenjulegan" lit á mér þegar ég nota hann. Svo er hann einnig afar hrósvænn, fólk fílar greinilega fjólubláa varaliti. Hrósin koma í meirihluti frá karlkyninu svo fólkið hjá Cosmo er að ljúga þegar þau ráðleggja manni að forðast sterka liti vilji maður ganga í augun á karlmönnum. (sleikur errytime)
Ef MAC ákveður að gefa SW aftur út grátbið ég alla sem lesa þetta blogg að næla sér í eitt eintak. Þú verður óstöðvandi.
-n

Tuesday, May 27, 2014

Dagur 23 - Prairie

Tilgangur þessa bloggs var að nýta alla varalitina mína og í senn geta miðlað visku minni á þeim sem mér bæði líst vel á og ekki svo vel. En ég verð að viðurkenna að ég hef fært svolítið út kvíarnar svo ég geti sýnt aðeins meira úrval af merkjum (hlutfall MAC varalitanna í byrjun var vandræðalega hátt) svo um daginn keypti ég, til dæmis, nokkra varaliti frá Make Up Store (sem ég hef alltaf haft smá fordóma gagnvart þar sem flestar af þeim vörum sem ég hef átt frá þeim hafa ekki mælst ofarlega á gæðamælikvarða undirritaðar) í þeim tilgangi að geta sýnt hvað ég væri nú flexible með þetta allt saman. Varð fyrir pínu vonbrigðum (again) með varalitinn sem ég var með í dag en hann heitir Prairie.




Af einhverjum ástæðum myndast Prairie ekki alveg eins og hann lítur út í raun (kannski af því ég tek alltaf myndirnar svo seint að kvöldi til...) en hann er t.d. ekki eins rauður og hann virðist vera á pakkningamyndinni. Svo er hann aðeins appelsínugulari en á handabaksmyndinni... og ekki eins bleikur og á varamyndinni.*
Prairie er mjög sætur pastelkórallitaður varalitur sem fellur undir sheer dálkinn hjá Make Up Store varalitalínunni. Hann þekur furðu mikið miðað við að vera sheer, en þar sem hann er í pasteltón er hann martröð að vinna með einan og sér.




Þegar ég vaknaði í morgun var ég spennt fyrir að setja hann á mig (þar sem hann er to die for sætur, ekki að það sjáist á neinni af myndunum arg) og mér fannst dagurinn í dag einmitt kjörinn þar sem varirnar mínar voru (vel luscious) alls ekki þurrar. Þegar ég leit í spegil um klukkutíma eftir álagningu (nei ha?) var hann eiginlega alveg horfinn inni á miðjum vörunum en var allur klístraður á þeim stöðum sem leyndist svolítill þurrkur.

Eins og þið sjáið á varamyndinni þá festist P svolítið mikið í þeim krókum og kimum sem er að finna á vörunum sem er bara alls ekki málið. Það þyrfti klárlega varablýant með til að laga það vandamál. Make Up Store segir einmitt á vefsíðu sinni að ef þú vilt að sheer varalitirnir þeki betur þá skaltu para varablýant við þá en ég held að þau eigi í raun við að ef þú vilt að þeir lúkki næs notaðu þá líka varablýant. Ég á því miður engann sem er í svipuðum tón og Prairie svo ég get ekki mælt með neinum.

Prairie er ótrúlega sætur litur sem ég vildi að ég gæti mælt með en hann er svo mikið pain in the ass. Gæti reyndar verið að ég taki hann fyrir aftur ef ég rekst á varablýant í svipuðum tón og hef þá kannski allt aðra sögu að segja. (don't hold your breath)
-n

*Ég skil ekkert, þetta er bara vandræðalegt. Ég tek bókað aðrar mydnir og skipti þessum út.

Monday, May 26, 2014

Dagur 22 - Heavenly Hybrid 2.0

Fyrsti varaliturinn sem ég endurvinn, hefði ekki getað valið betri kandídat. Heavenly Hybrid er snilld.
Í kvöld kíkti ég í Stúdentakjallarann, en þar var svolítið uppistand og þeir sem mig þekkja vita að ég get ekki neitað smá hlátri og einum bjóri eða tveimur. (fékk augljóslega ekki nóg um helgina)
HH er solid val þar sem hann er öðruvísi og áhugaverður en krefst samt sem áður ekki mikillar fyrirhafnar.




Þar sem ég er nú þegar búin að fjalla um þennan varalit eru við litlu að bæta svo ég ákvað að taka nokkrar myndir  af honum á lamennilega myndavél í þeirri veiku von að liturinn kæmi rétt út í þetta skiptið. Vonbrigði mín leyna sér ekki.
Flassmyndirnar sýna þó aðeins betur hvernig liturinn sjálfur er, svo það er lítið ljós í myrkrinu.



Það er mjög svekkjandi að liturinn neiti að nást á mynd hjá mér (af hverju hatar heimurinn mig) en ég held það mikið upp á hann að ég muni pottþétt nota hann aftur eitthvað í sumar. Veit þó ekki hvort ég muni blogga um hann í þriðja skiptið. (allt er þegar þrennt er? ég mun pottó gera það)



gestavarir að hundsa bloggara

Þetta var ekkert sérstaklega bitastæð færsla en you can't win them all. Pokémon style. Var það samt ekki catch them all? Æji, who cares. Gónó bebes.
-n





Sunday, May 25, 2014

Dagur 21 - Myth

Þrjár vikur! Og í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir í afmælið mitt... það mætti kalla þetta sögulegt móment. Dagurinn í dag var einn af þessum eirðarlausu dögum þar sem ég gat ekki komið neinu í verk og eyddi deginum hálfsofandi en reynandi að halda samviskunni hreinni með því að taka svolítið til. (með öðrum orðum var ég þunn)
Það tók mig svolítinn tíma að ákveða hvaða varalit ég ætti að vera með í dag, fyrst ég ætlaði hvort eð er ekki í útréttingar. Ég byrjaði daginn með varalit sem heitir Pink frá Make Up Store en tók svo eftir að hann er afar líkur Dolce Vita svo ég vildi ekki taka hann fyrir í dag. Svo ég skipti um lit og fyrir valinu varð Myth frá MAC.




Myth er mjög snúinn varalitur að vinna með, hann er rosalega nude með svolitlu pastelbleiku ívafi. Hann er með satin áferð sem þýðir að hann er ekki með shimmer en það er þó smá glans. Það er einmitt það sem gerir hann frábrugðinn öðrum dæmigerðum nude varalitum og þar af leiðandi aðeins meira "unwearable".



Sem förðunarfræðingur finnst mér Myth vera lykilvaralitur í "kit-inn" þar sem það er hægt að nota hann til að lýsa upp dekkri liti, í tímabilaförðun og til að hylja varirnar án þess að bókstaflega nota hyljara (sem lúkkar ekki sérstaklega næs á vörum).
Að öðru leyti myndi ég ekki segja að þetta væri nauðsynjavara í snyrtibudduna ef þú ert bara að leita þér að nude varalit. Ekki misskilja mig samt, það er vel hægt að vinna með hann, sérstaklega ef þú parar hann við annan lit, og gæti litið vel út með smokey augnförðun. (ekki skinkustyle samt plís)
Eftir því sem hefur liðið á daginn hef ég fílað hann meira og meira (kannski er ég bara að tapa mér í þynnkumóki) en þetta er augljóslega ekki varalitur fyrir alle Leute.
-n

Dagur 20 - Dolce Vita

Ó, sæta lífið.
Fyrir rúmlega viku var ég í bloggpartýi í Urban Outfitters í Stokkhólmi, (sem áhorfandi ekki heiðursgestur, gefum þessu smá tíma) aðallega af því að þar var boðið upp á frítt áfengi. Áhugi minn á Stokkhólmssumar tískunni er í lágmarki - newsflash - það er in að ganga í uppábrettum gallabuxum og vera sokkalaus í nike skóm. En inni í UO, eftir nokkrar vandræðalegar ræður og þrjá bjóra, fékk ég afhentan miða sem sagði mér að það væri afsláttur í Sephora versluninni aðeins neðar í götunni. Við vinkonurnar gripum hver sína bjórdósina, stungum þeim í töskurnar og skunduðum þangað. Það er alltaf hægt að réttlæta snyrtivörukaup þegar um afslátt er að ræða.
Það kvöld keypti ég Dolce Vita frá Nars og notaði hann í fyrsta skiptið í gærkvöldi. (á last minute djammi)




Dolce Vita er permanent hluti af Sheer Lipstick línu Nars. Ég held ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að þetta sé vinsælasti varalitur Nars merkisins, ég man allavega eftir að hafa lesið um hann oft og tíðum á hápunkti makeupbloggadellunnar fyrir nokkrum árum.
Varaliturinn sjáfur er harður í sér, en er í senn mjög mjúkur þegar hann er kominn á varirnar. (meikar sens) Sökum hversu fölbleikur-og gegnsær hann er er hann hinn fullkomni "your lips but better" varalitur. (við elskum þá)




Hann endist því miður ekki lengi á vörunum en kosturinn er sá að það sést ekki þegar hann máist af. Svo hefur Nars líka troðið öllum andskotanum af vítamínum í Sheer Lipstick varalitina svo manni finnst maður bara vera gera vörunum sínum greiða með að nota þá.
Ég get ekki alveg gert upp við sjálfa mig hvort ég muni nota hann aftur á djamminu, ég fékk fullt af hrósi fyrir hann en mér fannst pirrandi að þurfa alltaf að bæta á hann (það fór kannski bara of mikið á flöskurnar sem ég var að súpa af. note to self: drekka minna... eða nota rör)


snædís hjartavinkona gestavarir dagsins

Það sem er líklega uppáhaldið mitt við Nars varalitina eru pakkningar. Eins og Björg vinkona mín orðaði svo fullkomlega: "Þær eru harðar en samt mjúkar" Það er mjög erfitt að lýsa þeim öðruvísi svo þú verður að fjárfesta í einum til að sjá hvað við eigum við. 
-n

Saturday, May 24, 2014

Dagur 19 - Absolute Power

Jájá, ég veit vel á mig sökina. Það kom engin færsla í gær en mér til varnar gafst mér lítill tími aflögu í gær þar sem ég mætti bæði til vinnu, til læknis, á fyrirlestra, (lenti í slag), í tvö partý og svo loks í bæinn. Planið var að vakna snemma í dag og henda inn færslu en, kommon, það gerðist ekki. Í staðinn svaf ég út og fór og fékk mér bragðaref.
Varalitur 19. dags áskoruninnar var Absolute Power frá MAC.




Absolute Power er minn allra allra uppáhaldsvaralitur. Hann kom út með Strenght línunni snemma árs 2013 sem var eintóm snilld (allar vörurnar voru sjúkar). Hann er það mikið í uppáhaldi að ég tímdi ekki að taka hann með mér út skildi ég týna honum (miklu verra að týna hlutum á Ítalíu en á Íslandi) og ég bölva enn sjálfri mér fyrir að hafa ekki keypt þrjú eintök af honum til viðbótar þar sem hann var limited edition. Ég er ávalt með vökul augu ef til skyldi koma að MAC gæfi hann út með annarri línu.


AP stenst allar þær kröfur sem rauðir varalitir eiga að sgera.: Hann er mattur - en ekki of þurr, hann endist afar vel og hann þekur ótrúlega vel - það þarf ekki mikið af honum í hverri notkun sem verður til þess að hann eyðist ekki eins fljótt.
Hann er líka í meira berjatónuðum kannti en blátóna svo hann gerir tennurnar ekki eins gular eins og til dæmis Russian Red.



Ég fæ alltaf hrós þegar ég nota þennan og eins og ég sagði fyrr þá er hann sá uppáhalds. Ég er svolítið svekkt en samt á sama tíma ánægð með að hann skuli hafa verið limited edition á sínum tíma. Það gerir hann sérstakari en for ðe lov of fokking god þá tími ég eiginlega aldrei að nota hann því hann gæti aldrei komið aftur á markaðinn. (grátigrát)
-n

Thursday, May 22, 2014

Dagur 18 - Pink-A-Boo

Þetta tengist varalitum ekki neitt en í dag átti ég samtal við fjögurra ára gamla stúlku sem sagði við mig "Veistu... ég er bara svo heimakær." Þetta kallar maður uppeldi. (Ég ætla að skila barninu mínu ef það segir ekki svona skemmtilega hluti.)

Að varalitum: Einn góðan veðurdag fór ég út í þeim tilgangi að kaupa mér andlitskremið Moisture Surge frá Clinique og var þegar byrjuð að græta þau kaup zu Hause því það krem er ansi dýrkeypt. Þessi tár urðu að gleðitárum á svipstundu þegar ég fékk þær upplýsingar að maður fengi kaupauka ef keyptar væru vörur yfir x verð (mega dýrt sjitt) og búmm. Þar leyndist varalitapalletta með 4 sýnishornum af Butter Shine Lipstick sem hefur verið afar elskuð af undirritaðri.


frá vinstri til hægri: Cranberry Cream, Raspberry Rush, Rosalita, Pink-A-Boo


Af þessum fjórum litum eru Cranberry Cream, Raspberry Rush og Pink-a-Boo hluti af permanent Butter Shine Lipstick línu Clinique en Rosalita virðist vera litur sem er bara gefinn út í svona gjafaöskjum og svipuðu.
Í dag var ég með Pink-A-Boo, sem er lengst til hægri í ofangreindri pallettu.




Pink-A-Boo (ég fær bráðum ógeð á að skrifa þetta nafn) er fölbleikur með fullt af gylltu shimmeri. Hann er nánast gagnsær á vörunum og gerir þær í raun bara mjög glansandi. Þessi er mjög þægilegur að því leyti að það er í raun ekki eins og maður sé með varalit á sér, en hann er mjög þykkur svo það er líklega hægt að lýsa honum sem þykkum varasalva.




Eins og ég nefndi áður þá er ágætt magn af shimmeri í honum, nánast svo stór að það væri hægt að kalla það glimmer, svo því myndi ég ekki setja hann undir "your lips but better" hattinn. Það fer náttúrlega eftir ljósi og birtunni sem maður er í en mér finnst hann oft geta virst of frosty.

gestavarir dagsins: Röskva

Það er í rauninni ekkert út á Pink-A-Boo að setja þar sem fomúlan er góð og liturinn alls ekki slæmur, en hann er bara svo mikið bla. Ég er allavega mun hrifnari af hinum litunum í þessari pallettu.
-n

Wednesday, May 21, 2014

Dagur 17 - Chatterbox

Sagan af því hvernig ég eignaðist þennan varalit er svolítið skondin. En ég fer nánar út í hana seinna í færslunni, vil byrja á öðru. Þegar ég hóf þessa áskorun horfðist ég í augu við þann ískalda veruleika að ég myndi líklega vera atvinnulaus þegar ég sneri heim á skerið, svo þetta blogg var kjörið tækifæri fyrir mig til að hafa allavega eitthvað fyrir stafni á daginn. Stuttu síðar bárust mér svo þær fréttir að það vantaði starfsmann á gamla vinnustaðinn minn og ég var spurð hvort ég væri laus. Hvort ég var!
Ég vann minn fyrsta vinnudag aftur á leikskólanum í dag, (öllum þessum knúsum og brosum verður seint gleymt) sem væri ekki í frásögur færandi nema út af því að það tengist áskoruninni. Mér finnst ég ekki geta mætt í vinnu með varalit á borð við Russian Red, svo mín hugmynd er sú að nota látlausa varaliti á meðan ég vinn og færa mig svo yfir í þá aðeins djarfari á frídögum. SOLID.
Í dag var ég með Chatterbox frá MAC.




Chatterbox er það sem mætti kalla medium pink á góðri íslensku og er hluti af permanent línu MAC. Hann er með amplified áferð, svo hann er mjög kremaður og mjúkur en laus við allt glimmer og shimmer. Bleikir varalitir geta verið svolítið snúnir þar sem þeir eru köldu, eins og C, eru oft mjög blátóna sem getur látið varirnar virst gulari en þær eru. Blár og gulur eru andstæður á litahjólinu svo það er gefið að bláir tónar draga fram gula tóna í hlutum og öfugt. Chatterbox er samt ekki svo extreme hvað þetta varðar, það eru til mun ýktari dæmi eins og t.d. Saint German frá MAC.




Nú að sögunni á bakvið kaupin. Ég var í London með einni hjartasystur minni í júní 2011 (við fórum á glee tónleika í þessari ferð og það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svo no hate) og þar var verslað mikið. Þetta var á hápunkti MACdellu minnar (sem ég vil meina að hafi minnkað með árunum en það má víst deila um það) svo leiðin lá að sjálfsögðu inn í þá verslun einn daginn í þeirri ferð. Ég keypti allan andskotann af vörum, eitthvað í kringum 7 augnskugga, nokkra kinnaliti, hyljara, varalit osfr. Svo mikið magn að stelpan sem afgreiddi mig spurði mig hvort ég væri förðunarfræðingur og hvort ég vildi ekki nota pro-kortið mitt. Skömmustulega svaraði ég neitandi, ég væri bara heltekin.
Hjartasystir keypti einungis eina vöru, og sú vara var Chatterbox. Hún var með hann það kvöldið (á einum bestu tónleikum lífs míns) og mér fannst hann svo flottur að ég vissi að ég þyrfti að eignast eins. Þar sem ferðin var stutt lá leið okkar ekki aftur inn í aðra MAC verslun í miðborg Lundúna (grátigrát) en lukkulega var MAC "counter" á Gatwick flugvelli. Þar biðum við stöllur heillengi (alveg heilar fimm mínútur) ég í leit að Chatterbox og hún í leit að Russian Red. (sko. SKO. fólk kaupir það sem ég mæli með) Að lokum nennti ég ekki þessari bið lengur svo ég opnaði skúffurnar þarna þar til ég fann varalitina og lét greipar sópa. Ekki misskilja samt, við borguðum alveg fyrir vörurnar.
Daginn eftir, alsæl, ætlaði ég að máta nýja litinn minn en WTF? Þetta var ekki medium pink varalitur með dass af glansi en engu shimmeri. Nei. Þetta var ljósbrúnn varalitur með fullt af appelsínugulu shimmer og glimmeri og gott ef það hafi ekki leynst nokkrar pallíettur þarna einnig. Ég var tilbúin að senda harðort bréf til MAC yfirvalda en þá blasti við mér nafnið. Charismatic. Ég hafði semsagt ekki tekið Chatterbox heldur rétt skoðað fyrstu stafina á boxinu og gripið vitlausan varalit.
Þetta endaði samt alveg ágætlega, ég fékk litnum skipt yfir í Chatterbox og allir voru glaðir en þetta kennir manni bara eitt. Ekki stelast ofan í skúffur sem þú átt ekkert erindi í!
-n


are my teeth yellow in this?

Tuesday, May 20, 2014

Dagur 16 - Air Kiss

Hversu sætt nafn? Núna er ég bitur yfir að hafa engan til að kyssa. (fer þá bara á tinder í staðinn) Það er kannski augljóst af nafni þessa bloggs að dæma að ég er engin sérstök glossmanneskja en ég á nokkur sem ég nota endrum og sinnum og viti menn, í dag var einn þeirra daga. 

Ég var voða róleg í dag; takandi úr töskum, gangandi frá öllu draslinu mínu, þvoandi þvottinn minn, (lesist: hangandi uppi í sófa með kisunni minni, horfandi á sjónvarpið og japlandi á flatkökum í allan dag) svo mínimalískt varð fyrir valinu: Air Kiss frá Clinique.




Air Kiss er hluti af Long Last Glosswear línu Clinique og er fölbleikt gloss með smáum gylltum glimmerögnum. Eins og með flest gloss, þá þekur AK ekki mikið hvað varðar lit en formúlan er afar þykk og endist lengi á vörunum (gætir hafa giskað á það af nafninu að dæma dööh).




Þetta gloss gefur vörunum svolítinn gljáa, en ef þú vilt háglans á varirnar þarftu að setja nokkrar umferðir á þig. Á varamyndinni setti ég tvær umferðir og nuddaði svo vörunum saman, af einhverjum ástæðum myndast varirnar mun rjóðari í þessari birtu en þær eru í raun með AK.




Selfie myndin hér að ofan sýnir mun betur hvernig Air Kiss kemur út á vörunum, mér fannst ég líka þurfa að stinga nokkrum fingrum inn á myndina, því góður guð hvað ég var almennt mygluð í dag. Öll þessi ferðalög og allt svefnleysið (djammið) hefur tekið sinn toll á undirritaða.
Air Kiss er ekki einn af þeim litum sem ég myndi flokka undir "your lips but better" þar sem hann er aðeins of glansandi, en hann getur verið voða látlaus spari maður magnið sem maður notar af honum. Hann er rosalega huggulegur ef þú vilt vera nat/glam eins og ég er alltaf.
-n

Monday, May 19, 2014

Dagur 15 - Gigolo

Byrjum færslu dagsins á smá sögu...
Reynið að sjá fyrir ykkur dauðþreytta, dauðþreytta (en samt sem áður gullfallega) unga konu á leið í flug heim eftir nokkurra mánaða búsetu í öðru landi. Þessi unga og þreytta (ekki gleyma hvað hún er frábær og falleg og klár og stylish) eyddi fluginu sínu sitjandi við hliðuna á lítilli fjölskyldu. Já, þau voru lítil (bókstaflega, faðirinn náði ungu konunni upp að öxlum) - en hávær voru þau einnig. Maður hefði haldið að tveggja ára gömlu barni þætti spennandi að fljúga en ó nei, það var ekki svo. Unga konan hafði ekki fyrir því að gá hvoru kyninu barnið tilheyrði svo hún kallaði það bara það er hún bölvaði því hljóðlátlega í hugsununum sínum. Það átti stóra systur sem sat við hliðina á ungu konunni, og hún hafði fengið blöðru á matsölustað á flugvellinum. Þetta vissi unga konan einungis af því að stelpan sá enga ástæðu til að halda í prikið sem blaðran var fest á. Nei, það var mun skemmtilgra að halda á blöðrunni og láta prikið sveiflast í allar áttir. Unga konan missti nærri því vinstra augað þetta kvöldið.
Settu þig nú í spor þessarar ungu konu. Værir þú ekki svolítið utan við þig? Hún dreif sig eins hratt og hún gat út úr vélinni, þaut í gegnum fríhöfnina með tvær bjórkippur og eina líkjörsflösku (með smá stoppi til að aðstoða ferðamann við áfengiskaup) að færibandinu þar sem hún reif töskurnar sínar tvær af þvílíku afli og setti svo stefnuna út að aðkomusvæðinu. Þar leyfði hún tárunum að renna niður vanga sína er hún bar fólkið sitt augum og hætti ekki fyrr en komið var út í bílinn. Á leiðinni í bæinn tók við munnræpa, en unga konan hafði frá mörgu að segja. Það var glatt á hjalla í gamla station bílnum þegar hann nálgaðist áfangastað, en svo skall það á. Tilfinning. Unga konan gerði sér grein fyrir að hún hefði gleymt einhverju.
Hún hafði skilið dýrmætu og tiltölulega nýju fartölvuna sína eftir í flugvélinni.

Þess vegna er allt búið að vera í fokki! Ekki hafa áhyggjur samt, einhver yndisleg YNDISLEG manneskja kom henni fyrir í tapað/fundið í Leifstöð þar sem ég sótti hana í morgun.*
Ég vissi aðeins eitt í morgun þegar ég hóf að gera mig til fyrir útréttingar (smá rúnt til Kef, t.d.): Að ég þyrfti almennilegan varalit eftir allt þetta rugl. Fyrir valinu varð Gigolo frá Guerlain.




Þegar ég leit í varalitabudduna mína (eftir langa fjarveru) rak ég augun strax í Gigolo sem er einn af mínum allra, allra uppáhaldsvaralitum fyrr og síðar. Því furðaði ég mig á af hverju ég nota hann ekki oftað (eða af hverju ég tók hann ekki með mér út).
Það var ekki fyrr en ég opnaði hann til þess að setja hann á mig sem það rann upp fyrir mér, hann er alveg að verða búinn. Ef þið lesið bloggið reglulega vitið þið að Rouge G varalitirnar (Rose Ensoleille), sem og bara allt frá Guerlain, eru mjög dýrir sem er líklega ástæðan fyrir því að ég ákvað að spara hann.



Eins og þið sjáið á varamyndinni hér að ofan þá getur Gigolo verið miskunnarlaus þegar það kemur að því að setja hann á varirnar, ég ákvað að sleppa varablýant til að geta sýnt ykkur hversu mikið maður þarf að vanda sig. Ef þú notar ekki varablýant myndi ég nota varalitabursta, sem ég gerði heldur ekki og það er mjög augljóst hversu ójafn hann er. (Ég mæli heldur ekki með að setja hann á sig í farþegasætinu  í bíl á sama tíma og bílstjórinn keyrir utan í kyrrstæðan bíl, sem kom fyrir mig í dag.)
En að öðru leyti er hann fullkominn: hann er mjög þekjandi, með afar látlausar shimmer agnir og er mjög nærandi, sem er ótrúlega sjaldgæft fyrir varaliti hvað þá svona litsterka.
Þar sem Gigolo er rosalega berjarauður nota ég oft Velvetella varablýant (Cremestick frá MAC) við hann til að koma svolítilli vídd í lúkkið, persónulega finnst mér það samt frekar mikið vetrarlúkk - myndi heldur mæla með Magenta frá MAC eða einhverjum varablýant í svipuðum berjatón á þessum tíma árs.


shady stuff


Gigolo er hluti af permanent línu Guerlain, svo eini bobbinn í þeim báti er verðið. Fyrir mig er hann ómissandi og ég mæli hiklaust með honum. Hann er í Rouge G línunni, svo maður fær ótrúlega flottar og nettar pakkningar með spegli í kaupbæti. Ef þér líst vel á litinn, en ekki verðmiðann geturðu tékkað á Rebel frá MAC, sem er ekki eins rauður en mjög svipaður í þessum frábæra berjatón.
-n

*Ef þú varst ekki búin/n að fatta hver unga konan í þessari sögu var, þarftu að fara í heilatékk cuz u cray.

Dagur 14 - Dreaming Dahlia

Seinkun. Seinkun! Reyndar bara korter en samt, en málið er að ég þrái fátt jafn mikið og mömmuknús. (mömmuknús og kjólinn úr & other stories grátigrát). Svo vill netið á þessum skítaflugvelli ekki tengjast svo ég vænti þess að geta fyrst sett 14. dag áskoruninnar inn eftir miðnætti. Grjótköst eru vinsamlegast afþökkuð þar sem þetta er ekki mér að kenna.
Dagurinn í dag einkenndist aðallega af áti-kaupum-höfuðverk (og nokkrum tárum, það er jú svo erfitt að kveðja sálarsystur sínar) Varaliturinn sem fékk að viðrast í dag í dásamlega Stokkhólmi var Dreaming Dahlia frá MAC.





Dreaming Dahlia er kóralrauður með lustre áferð og er úr vorlínu MAC þetta árið, A Fantasy of Flowers (blablabla sem ég man ekki hvað heitir og netið virkar ekki svo ég get ekki gúglað það). Lustre varalitirnir frá MAC endast ekki sérstaklega lengi á vörunum en eyðast þó rosalega fallega hægt og rólega. DD þekur vel og er einn af þessum varalitum sem ég myndi ekki para varablýant við þar sem hann þarf þess ekki. Held líka að það myndi bara ekki gera neitt sérstakt fyrir þennan lit, það myndi bara draga úr afslappsleika (it’s a word) varalitsins.





DD er ein af þeim vörum sem ég myndi mæla með fyrir þá sem langar í rauðan varalit en nenna ekki að hafa fyrir honum. Þessi krefst grínlaust engar fyrirhafnar, burtséð frá því að bæta á hann þegar þess krefst (eftir að þú blæst í ferðakodda, hann mun einnig klínast út á kinn og út um allan koddann). 





Hann var reyndar limited edition, en hann kom út fyrir svo stuttu svo hann gæti enn fundist í einhverri MAC verslun. Annars skal ég láta vita ef ég rekst á sambærilegan lit.

Er ekki ágætt að þau segja go to gate, eða gå till utgång, einmitt þegar ég rita lokaorð færslunnar?
Bíddu nú við… seinkað um tíu mínútur í viðbót? Villimenni eru þetta.
-n


Ps. Það er allt morandi í ósáttum börnum hérna, hjálp!

Saturday, May 17, 2014

Dagur 13 - Creme Cup & Sublime Culture

Ég fer eftir fáum reglum í lífinu en ein þeirra er dökkar varir plús dökk augnförðun er no-no. Í dag (kvöld) vildi ég vera með mikinn eyeliner og vantaði því nude varalit við. Creme Cup frá MAC er sá sem verður oftast fyrir valinu en hann er afar afar elskaður af undirritaðri. Ég nota alltaf Sublime Culture varablýant frá MAC undir sem er með betri combo-um sem ég hef fundið.




Creme Cup er nude varalitur með ljósbleiku ívafi með cremesheen áferð, sem er afar kremuð en þekur ekki sérstaklega vel og endist því miður stutt. Þar sem hann þekur ekki vel finnst mér hann þurfa að vera paraður saman við varablýant; Sublime Culture er frá MAC í Cremestick Liner línunni.


Sublime Culture einn og sér


Það sem mér finnst Cremestick Liner hafa fram yfir venjulega Lip Pencil frá MAC er að þeir eru rosalega mjúkir en endast samt alveg jafn lengi og þeir sem eru í standard línunni.


Creme Cup & Sublime Culture combo-að í drasl


Þessi tvenna endist vel á vörunum, en ég bæti líklega á varalitinn á klukkutíma fresti (fer eftir hversu marga drykki ég klára) og sjaldnast á varablýantinn, hann helst mjög vel sem grunnur. 




Fyrir mitt leyti er CC meiri kvöldvaralitur, aðallega vegna þess að ég para hann oftast við heavy eyeliner lúkk og finnst hann aðeins of nude fyrir dagsdaglega förðun. Mæli mjög mikið með þessu combo-i. Farðu út og keyptu CC og SB NÚNA!




Bjóðið svo velkomnar gestavarirnar, það er þeim að kenna að færslurnar mínar eru ekki svo bitastæðar þessa dagana en það er svo mikið þess virði. Kalda hjartað hefur saknað betri hluta sinna eftir nokkurra mánuða (hundruðu ára) aðskilnað. Þið fyrirgefið það vonandi.
-n

Friday, May 16, 2014

Dagur 12 - Lady Danger

Afsökunarbeiðni dagsins: Færslan verður stutt sökum djamms.
Varalitur dagsins: Lady Danger frá MAC.




Lady Danger er einn af mínum allra allra uppáhalds varalitum, mattur rauður frá MAC. Ég furða mig enn á af hverju ég beið svona lengi með að fá mér en hann, en það var fyrst síðasta sumar. Ég hugsaði, eins og líklega aðrir, að hann væri of líkur Russian Red en það er rangt. Í Lady Danger er undirtóninn appelsínugulari og RR blárri. Allt öðruvísi.




Það er einnig gaman að segja frá því að mínum fyrrverandi þótti þessi litur svo flottur að hann bókstaflega í hvert skipti sem eitthvað lá fyrir eða við vorum að fara út þá stakk hann upp á að ég léti þennan á mig. Ef þú ert á leið á deit með honum færðu pottþétt plús í kladdann ef þú ert með LD.
Öllu gríni sleppt þá mæli ég með Lady Danger, (þótt þú sért ekki að fara á deit) hann er rosalega sumarlegur rauður.
SKÅL MINE ÄLSKLINGER
-n

Thursday, May 15, 2014

Dagur 11 - Full Speed

Í gær gerðist svolítið flippað og nú er ég með sægræna lokka. Krítarhárlitur er snilld. Eftir á að hyggja gæti verið erfitt að para varaliti við hárið núna en það er bara skemmtileg áskorun. Fæ ekki nóg. Tökum þetta á næsta level! Í dag valdi ég Full Speed frá MAC.




Full Speed er úr Sheen Supreme línunni (eins og Zen Rose) og er vatnsmelónubleikur. Formúlan á þessum er rosalega þykk, sterk í lit og með glansinn sem einkennir SS varalitina en varaliturinn sjálfur þekur furðu lítið miðað við þetta. Sem eru nokkuð mikil vonbrigði og verður FS að falli.




Mynd 2 er gott dæmi um hvað hann þekur illa, og þetta er eftir mikla vandvirkni. Það hjálpar að para hann við varablýant, en ég er t.d. ekki með slíkan í tón sem passar við Full Speed með mér þessa dagana og mér finnst að það ætti almennt ekki að vera krafa fyrir varaliti sem eru ekki mattir.
Það kemur líka vel út að nota baugfingurinn til að mýkja hann aðeins upp á vörunum. Þú setur semsagt svolítið af litnum inn á miðjar varirnar og dreifir honum með fingrunum. Best er að nota baugfingurinn, þar sem það er fingurinn með fínustu snertinguna. Ég notaði þessa aðferð í dag sem er ástæðan fyrir hversu mikið daufari liturinn er á seinni myndinni en á þeirri fyrri.




Full Speed er ótrúlega flottur með öðrum litum, finnst til dæmis mjög flott að para hann yfir Russian Red (verður pottþétt færsla síðar meir) fyrir svona látlaust ombre lúkk. Þrátt fyrir almennt lélega frammistöðu þá finnst mér Full Speed mjög flottur litur en það er bara vesen að vera með hann einan og sér.

Sjáumst á morgun, núna ætla ég að detta í það!
-n

Wednesday, May 14, 2014

Dagur 10 - Goddess of the Sea

Heja Sverige! Gleymdi að taka fram í síðustu færslu að ég væri að ferðast til höfuðborgar Svíþjóðar í smá stopp áður en leiðin liggur heim á skerið. Hér er kalt. En dásamlegt þó, Stokkhólmur er meðal minna uppáhaldsborga (4 heimsóknir á 19 mánuðum). En það er heppilegt af því að varalitur dagsins er kjörin fyrir þetta veður! Goddess of the Sea frá MAC.




Byrjum á því besta. Nýverið gaf MAC út sumarlínuna sína með þessum dásamlegu pakkningum (já, allt er dásamlegt þessa dagana) sem ber heitið Alluring Aquatic. Pakkningarnar eru fallega sægrænar og sumar með ótrúlega nettu 3D-dropa útliti. Þegar ég sá þessa línu vissi ég aðeins eitt: að ég þyrfti að eiga að minnsta kosti einn af þessum varalitum.


let me love you


Fyrir valinu varð Goddess of the Sea, plómutónaður fjólublár með cremesheen áferð. Cremesheen varalitirnir geta verið soldið miskunnarlausir ef það er mikill litur í þeim, festast í þurrki og þekja misvel yfir varirnar svo þeir krefjast svolitlar vandvirkni. Held að það sé ekki mikið leyndarmál að ég á er rosalega veik fyrir fjólublátónuðum varalitum svo mér finnst fyrirhöfnin vel þess virði.




GotS endist ekkert sérstaklega lengi á vörunum (eins og á við um flesta cremesheen varaliti) en kemur afar vel út á þeim. Það er þó það mikið plómutónn í honum að mér finnst hann meiri haustvaralitur en sumar. Dæmi um sumarfjólubláan er Heavenly Hybrid sem er mjög fjólublár en er með bleikari undirtón en GotS. 
Mér finnst þessi ekki vera ósvipaður Up the Amp (sem er hluti af permanent línu MAC) af handabaksprófun að dæma - ég á þann varalit reyndar ekki svo þetta eru eintómar getgátur. UtA er líka með amplified áferð sem er auðveldara að vinna með svo það sakar ekki að tékka. 




Það sem mér finnst hvað skemmtilegast við Alluring Aquatic línuna er hversu 90's hún er. Love it. Svona hallærislega kúl. Varalitirnir fimm eru allir svona "jarð"tóna; brúnir- og plómu undirtónar, og augnskuggarnir eru svipaðir: fjólubláir, silfraðir og brúnir.
Eina sem mér finnst svolítið skrítið er að hún skuli vera sumarlínan, fyrir mitt leyti er hún í haustlegri anda. En hvað veit ég? Finnst hún allavega vel þess virði að tékka á, mæli með Goddess of the Sea.
-n


gæddu lífi þínu svolitlu swarovski