Saturday, May 17, 2014

Dagur 13 - Creme Cup & Sublime Culture

Ég fer eftir fáum reglum í lífinu en ein þeirra er dökkar varir plús dökk augnförðun er no-no. Í dag (kvöld) vildi ég vera með mikinn eyeliner og vantaði því nude varalit við. Creme Cup frá MAC er sá sem verður oftast fyrir valinu en hann er afar afar elskaður af undirritaðri. Ég nota alltaf Sublime Culture varablýant frá MAC undir sem er með betri combo-um sem ég hef fundið.




Creme Cup er nude varalitur með ljósbleiku ívafi með cremesheen áferð, sem er afar kremuð en þekur ekki sérstaklega vel og endist því miður stutt. Þar sem hann þekur ekki vel finnst mér hann þurfa að vera paraður saman við varablýant; Sublime Culture er frá MAC í Cremestick Liner línunni.


Sublime Culture einn og sér


Það sem mér finnst Cremestick Liner hafa fram yfir venjulega Lip Pencil frá MAC er að þeir eru rosalega mjúkir en endast samt alveg jafn lengi og þeir sem eru í standard línunni.


Creme Cup & Sublime Culture combo-að í drasl


Þessi tvenna endist vel á vörunum, en ég bæti líklega á varalitinn á klukkutíma fresti (fer eftir hversu marga drykki ég klára) og sjaldnast á varablýantinn, hann helst mjög vel sem grunnur. 




Fyrir mitt leyti er CC meiri kvöldvaralitur, aðallega vegna þess að ég para hann oftast við heavy eyeliner lúkk og finnst hann aðeins of nude fyrir dagsdaglega förðun. Mæli mjög mikið með þessu combo-i. Farðu út og keyptu CC og SB NÚNA!




Bjóðið svo velkomnar gestavarirnar, það er þeim að kenna að færslurnar mínar eru ekki svo bitastæðar þessa dagana en það er svo mikið þess virði. Kalda hjartað hefur saknað betri hluta sinna eftir nokkurra mánuða (hundruðu ára) aðskilnað. Þið fyrirgefið það vonandi.
-n

No comments:

Post a Comment