Wednesday, May 14, 2014

Dagur 10 - Goddess of the Sea

Heja Sverige! Gleymdi að taka fram í síðustu færslu að ég væri að ferðast til höfuðborgar Svíþjóðar í smá stopp áður en leiðin liggur heim á skerið. Hér er kalt. En dásamlegt þó, Stokkhólmur er meðal minna uppáhaldsborga (4 heimsóknir á 19 mánuðum). En það er heppilegt af því að varalitur dagsins er kjörin fyrir þetta veður! Goddess of the Sea frá MAC.




Byrjum á því besta. Nýverið gaf MAC út sumarlínuna sína með þessum dásamlegu pakkningum (já, allt er dásamlegt þessa dagana) sem ber heitið Alluring Aquatic. Pakkningarnar eru fallega sægrænar og sumar með ótrúlega nettu 3D-dropa útliti. Þegar ég sá þessa línu vissi ég aðeins eitt: að ég þyrfti að eiga að minnsta kosti einn af þessum varalitum.


let me love you


Fyrir valinu varð Goddess of the Sea, plómutónaður fjólublár með cremesheen áferð. Cremesheen varalitirnir geta verið soldið miskunnarlausir ef það er mikill litur í þeim, festast í þurrki og þekja misvel yfir varirnar svo þeir krefjast svolitlar vandvirkni. Held að það sé ekki mikið leyndarmál að ég á er rosalega veik fyrir fjólublátónuðum varalitum svo mér finnst fyrirhöfnin vel þess virði.




GotS endist ekkert sérstaklega lengi á vörunum (eins og á við um flesta cremesheen varaliti) en kemur afar vel út á þeim. Það er þó það mikið plómutónn í honum að mér finnst hann meiri haustvaralitur en sumar. Dæmi um sumarfjólubláan er Heavenly Hybrid sem er mjög fjólublár en er með bleikari undirtón en GotS. 
Mér finnst þessi ekki vera ósvipaður Up the Amp (sem er hluti af permanent línu MAC) af handabaksprófun að dæma - ég á þann varalit reyndar ekki svo þetta eru eintómar getgátur. UtA er líka með amplified áferð sem er auðveldara að vinna með svo það sakar ekki að tékka. 




Það sem mér finnst hvað skemmtilegast við Alluring Aquatic línuna er hversu 90's hún er. Love it. Svona hallærislega kúl. Varalitirnir fimm eru allir svona "jarð"tóna; brúnir- og plómu undirtónar, og augnskuggarnir eru svipaðir: fjólubláir, silfraðir og brúnir.
Eina sem mér finnst svolítið skrítið er að hún skuli vera sumarlínan, fyrir mitt leyti er hún í haustlegri anda. En hvað veit ég? Finnst hún allavega vel þess virði að tékka á, mæli með Goddess of the Sea.
-n


gæddu lífi þínu svolitlu swarovski

No comments:

Post a Comment