Monday, May 12, 2014

Dagur 8 - Coquette

Vika búin! Stig fyrir það. Skrilljón eftir. Ennþá betra!
Í dag er síðasti dagurinn minn í Flórens ever (djókdjók. Ítalía situr uppi með mig héreftir) og í tilefni þess vildi ég leyfa vörum mínum að vera extra fancy! Varalitur dagsins: Coquette frá Chanel.




Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Þetta var sumareftirmiðdagur á Íslandi árið 2011 og ung stúlka neyddi móður sína til að keyra sig alla leið úr Reykjavík í Garðabæ. Það voru Tax-free dagar í Hagkaup. Þessi unga stúlka var ég.
Þetta var nokkrum dögum fyrir tvítugsafmælið mitt svo mér fannst kjörið að gera vel við mig fyrir slíka fagnaðarstund. Hinn bleiki Coquette úr Rouge Allure varalitalínunni varð fyrir valinu í þetta skiptið, einkum vegna þess að pakkningin var sú svalasta sem ég hafði nokkurn tímann séð. (meira um það síðar í færslunni)
Í bílnum á leiðinni heim fussaði mamma eitthvað yfir verðinu á þessari gersemd og sagði að þessi væri alveg eins og einn sem ég var nýbúin að fjárfesta í. Þetta var svosem ekkert rangt hjá henni, honum svipaði afar mikið til þessa tiltekna lits en mér var sama. Coquette var búinn að koma sér fyrir í hjarta mínu og hann var kominn til að vera.





Eins og ég var búin að taka fram þá eru Rouge Allure pakkningarnar svo illa svalar. Maður heldur á svörtu hylki, ýtir á gyllta endann og þá birtist varaliturinn. Það liggur við að það sé ávanabindandi að opna og loka þessum varalit. Ímyndið ykkur kúlupenna og reynið svo að segja að ég hafi ekki rétt fyrir mér.





Coquette er sem áður sagt bleikur með svolitlu kóralívafi sem sést reyndar ekki nógu vel þegar liturinn er paraður saman við húðlitinn minn (mér er sama, still love it) og með smáum látlausum glimmerögnum. Þessi þekur ekki alveg yfir varirnar en ég myndi segja að hann væri kannski aðeins þykkari útgáfa af satin áferðinni frá MAC. Coquette er einn af þessum litum sem endist vel á vörunum en er horfinn um leið og þú leggur þér eitthvað til munns (ekki það sem þú ert að hugsa samt).




Ég var viss um að Coquette væri hluti af permament línunni hjá Chanel en við nánari athugun virðist hann hafa verið hluti af vorlínu þeirra 2011. Þar sem það selst samt ekki það mikið af Chanel snyrtivörunum heima gæti hann fundist einhversstaðar (Hagkaup, L&H, Leifsstöð osfr). Það er allavega reynsla mín af naglalökkunum frá Chanel sem er einnig ákveðið blæti hjá undirritaðri.
Efni í næstu áskorun?
-n

No comments:

Post a Comment