Sunday, May 25, 2014

Dagur 21 - Myth

Þrjár vikur! Og í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir í afmælið mitt... það mætti kalla þetta sögulegt móment. Dagurinn í dag var einn af þessum eirðarlausu dögum þar sem ég gat ekki komið neinu í verk og eyddi deginum hálfsofandi en reynandi að halda samviskunni hreinni með því að taka svolítið til. (með öðrum orðum var ég þunn)
Það tók mig svolítinn tíma að ákveða hvaða varalit ég ætti að vera með í dag, fyrst ég ætlaði hvort eð er ekki í útréttingar. Ég byrjaði daginn með varalit sem heitir Pink frá Make Up Store en tók svo eftir að hann er afar líkur Dolce Vita svo ég vildi ekki taka hann fyrir í dag. Svo ég skipti um lit og fyrir valinu varð Myth frá MAC.




Myth er mjög snúinn varalitur að vinna með, hann er rosalega nude með svolitlu pastelbleiku ívafi. Hann er með satin áferð sem þýðir að hann er ekki með shimmer en það er þó smá glans. Það er einmitt það sem gerir hann frábrugðinn öðrum dæmigerðum nude varalitum og þar af leiðandi aðeins meira "unwearable".



Sem förðunarfræðingur finnst mér Myth vera lykilvaralitur í "kit-inn" þar sem það er hægt að nota hann til að lýsa upp dekkri liti, í tímabilaförðun og til að hylja varirnar án þess að bókstaflega nota hyljara (sem lúkkar ekki sérstaklega næs á vörum).
Að öðru leyti myndi ég ekki segja að þetta væri nauðsynjavara í snyrtibudduna ef þú ert bara að leita þér að nude varalit. Ekki misskilja mig samt, það er vel hægt að vinna með hann, sérstaklega ef þú parar hann við annan lit, og gæti litið vel út með smokey augnförðun. (ekki skinkustyle samt plís)
Eftir því sem hefur liðið á daginn hef ég fílað hann meira og meira (kannski er ég bara að tapa mér í þynnkumóki) en þetta er augljóslega ekki varalitur fyrir alle Leute.
-n

No comments:

Post a Comment