Wednesday, May 21, 2014

Dagur 17 - Chatterbox

Sagan af því hvernig ég eignaðist þennan varalit er svolítið skondin. En ég fer nánar út í hana seinna í færslunni, vil byrja á öðru. Þegar ég hóf þessa áskorun horfðist ég í augu við þann ískalda veruleika að ég myndi líklega vera atvinnulaus þegar ég sneri heim á skerið, svo þetta blogg var kjörið tækifæri fyrir mig til að hafa allavega eitthvað fyrir stafni á daginn. Stuttu síðar bárust mér svo þær fréttir að það vantaði starfsmann á gamla vinnustaðinn minn og ég var spurð hvort ég væri laus. Hvort ég var!
Ég vann minn fyrsta vinnudag aftur á leikskólanum í dag, (öllum þessum knúsum og brosum verður seint gleymt) sem væri ekki í frásögur færandi nema út af því að það tengist áskoruninni. Mér finnst ég ekki geta mætt í vinnu með varalit á borð við Russian Red, svo mín hugmynd er sú að nota látlausa varaliti á meðan ég vinn og færa mig svo yfir í þá aðeins djarfari á frídögum. SOLID.
Í dag var ég með Chatterbox frá MAC.




Chatterbox er það sem mætti kalla medium pink á góðri íslensku og er hluti af permanent línu MAC. Hann er með amplified áferð, svo hann er mjög kremaður og mjúkur en laus við allt glimmer og shimmer. Bleikir varalitir geta verið svolítið snúnir þar sem þeir eru köldu, eins og C, eru oft mjög blátóna sem getur látið varirnar virst gulari en þær eru. Blár og gulur eru andstæður á litahjólinu svo það er gefið að bláir tónar draga fram gula tóna í hlutum og öfugt. Chatterbox er samt ekki svo extreme hvað þetta varðar, það eru til mun ýktari dæmi eins og t.d. Saint German frá MAC.




Nú að sögunni á bakvið kaupin. Ég var í London með einni hjartasystur minni í júní 2011 (við fórum á glee tónleika í þessari ferð og það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svo no hate) og þar var verslað mikið. Þetta var á hápunkti MACdellu minnar (sem ég vil meina að hafi minnkað með árunum en það má víst deila um það) svo leiðin lá að sjálfsögðu inn í þá verslun einn daginn í þeirri ferð. Ég keypti allan andskotann af vörum, eitthvað í kringum 7 augnskugga, nokkra kinnaliti, hyljara, varalit osfr. Svo mikið magn að stelpan sem afgreiddi mig spurði mig hvort ég væri förðunarfræðingur og hvort ég vildi ekki nota pro-kortið mitt. Skömmustulega svaraði ég neitandi, ég væri bara heltekin.
Hjartasystir keypti einungis eina vöru, og sú vara var Chatterbox. Hún var með hann það kvöldið (á einum bestu tónleikum lífs míns) og mér fannst hann svo flottur að ég vissi að ég þyrfti að eignast eins. Þar sem ferðin var stutt lá leið okkar ekki aftur inn í aðra MAC verslun í miðborg Lundúna (grátigrát) en lukkulega var MAC "counter" á Gatwick flugvelli. Þar biðum við stöllur heillengi (alveg heilar fimm mínútur) ég í leit að Chatterbox og hún í leit að Russian Red. (sko. SKO. fólk kaupir það sem ég mæli með) Að lokum nennti ég ekki þessari bið lengur svo ég opnaði skúffurnar þarna þar til ég fann varalitina og lét greipar sópa. Ekki misskilja samt, við borguðum alveg fyrir vörurnar.
Daginn eftir, alsæl, ætlaði ég að máta nýja litinn minn en WTF? Þetta var ekki medium pink varalitur með dass af glansi en engu shimmeri. Nei. Þetta var ljósbrúnn varalitur með fullt af appelsínugulu shimmer og glimmeri og gott ef það hafi ekki leynst nokkrar pallíettur þarna einnig. Ég var tilbúin að senda harðort bréf til MAC yfirvalda en þá blasti við mér nafnið. Charismatic. Ég hafði semsagt ekki tekið Chatterbox heldur rétt skoðað fyrstu stafina á boxinu og gripið vitlausan varalit.
Þetta endaði samt alveg ágætlega, ég fékk litnum skipt yfir í Chatterbox og allir voru glaðir en þetta kennir manni bara eitt. Ekki stelast ofan í skúffur sem þú átt ekkert erindi í!
-n


are my teeth yellow in this?

1 comment:

  1. hahaha! gleymi þessu seint. Besta ferðin, besti ferðafélaginn og besti make-up ráðgjafinn! á ennþá þessa tvo og nota grimmt

    ReplyDelete