Tuesday, May 27, 2014

Dagur 23 - Prairie

Tilgangur þessa bloggs var að nýta alla varalitina mína og í senn geta miðlað visku minni á þeim sem mér bæði líst vel á og ekki svo vel. En ég verð að viðurkenna að ég hef fært svolítið út kvíarnar svo ég geti sýnt aðeins meira úrval af merkjum (hlutfall MAC varalitanna í byrjun var vandræðalega hátt) svo um daginn keypti ég, til dæmis, nokkra varaliti frá Make Up Store (sem ég hef alltaf haft smá fordóma gagnvart þar sem flestar af þeim vörum sem ég hef átt frá þeim hafa ekki mælst ofarlega á gæðamælikvarða undirritaðar) í þeim tilgangi að geta sýnt hvað ég væri nú flexible með þetta allt saman. Varð fyrir pínu vonbrigðum (again) með varalitinn sem ég var með í dag en hann heitir Prairie.




Af einhverjum ástæðum myndast Prairie ekki alveg eins og hann lítur út í raun (kannski af því ég tek alltaf myndirnar svo seint að kvöldi til...) en hann er t.d. ekki eins rauður og hann virðist vera á pakkningamyndinni. Svo er hann aðeins appelsínugulari en á handabaksmyndinni... og ekki eins bleikur og á varamyndinni.*
Prairie er mjög sætur pastelkórallitaður varalitur sem fellur undir sheer dálkinn hjá Make Up Store varalitalínunni. Hann þekur furðu mikið miðað við að vera sheer, en þar sem hann er í pasteltón er hann martröð að vinna með einan og sér.




Þegar ég vaknaði í morgun var ég spennt fyrir að setja hann á mig (þar sem hann er to die for sætur, ekki að það sjáist á neinni af myndunum arg) og mér fannst dagurinn í dag einmitt kjörinn þar sem varirnar mínar voru (vel luscious) alls ekki þurrar. Þegar ég leit í spegil um klukkutíma eftir álagningu (nei ha?) var hann eiginlega alveg horfinn inni á miðjum vörunum en var allur klístraður á þeim stöðum sem leyndist svolítill þurrkur.

Eins og þið sjáið á varamyndinni þá festist P svolítið mikið í þeim krókum og kimum sem er að finna á vörunum sem er bara alls ekki málið. Það þyrfti klárlega varablýant með til að laga það vandamál. Make Up Store segir einmitt á vefsíðu sinni að ef þú vilt að sheer varalitirnir þeki betur þá skaltu para varablýant við þá en ég held að þau eigi í raun við að ef þú vilt að þeir lúkki næs notaðu þá líka varablýant. Ég á því miður engann sem er í svipuðum tón og Prairie svo ég get ekki mælt með neinum.

Prairie er ótrúlega sætur litur sem ég vildi að ég gæti mælt með en hann er svo mikið pain in the ass. Gæti reyndar verið að ég taki hann fyrir aftur ef ég rekst á varablýant í svipuðum tón og hef þá kannski allt aðra sögu að segja. (don't hold your breath)
-n

*Ég skil ekkert, þetta er bara vandræðalegt. Ég tek bókað aðrar mydnir og skipti þessum út.

No comments:

Post a Comment