Sunday, May 25, 2014

Dagur 20 - Dolce Vita

Ó, sæta lífið.
Fyrir rúmlega viku var ég í bloggpartýi í Urban Outfitters í Stokkhólmi, (sem áhorfandi ekki heiðursgestur, gefum þessu smá tíma) aðallega af því að þar var boðið upp á frítt áfengi. Áhugi minn á Stokkhólmssumar tískunni er í lágmarki - newsflash - það er in að ganga í uppábrettum gallabuxum og vera sokkalaus í nike skóm. En inni í UO, eftir nokkrar vandræðalegar ræður og þrjá bjóra, fékk ég afhentan miða sem sagði mér að það væri afsláttur í Sephora versluninni aðeins neðar í götunni. Við vinkonurnar gripum hver sína bjórdósina, stungum þeim í töskurnar og skunduðum þangað. Það er alltaf hægt að réttlæta snyrtivörukaup þegar um afslátt er að ræða.
Það kvöld keypti ég Dolce Vita frá Nars og notaði hann í fyrsta skiptið í gærkvöldi. (á last minute djammi)




Dolce Vita er permanent hluti af Sheer Lipstick línu Nars. Ég held ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að þetta sé vinsælasti varalitur Nars merkisins, ég man allavega eftir að hafa lesið um hann oft og tíðum á hápunkti makeupbloggadellunnar fyrir nokkrum árum.
Varaliturinn sjáfur er harður í sér, en er í senn mjög mjúkur þegar hann er kominn á varirnar. (meikar sens) Sökum hversu fölbleikur-og gegnsær hann er er hann hinn fullkomni "your lips but better" varalitur. (við elskum þá)




Hann endist því miður ekki lengi á vörunum en kosturinn er sá að það sést ekki þegar hann máist af. Svo hefur Nars líka troðið öllum andskotanum af vítamínum í Sheer Lipstick varalitina svo manni finnst maður bara vera gera vörunum sínum greiða með að nota þá.
Ég get ekki alveg gert upp við sjálfa mig hvort ég muni nota hann aftur á djamminu, ég fékk fullt af hrósi fyrir hann en mér fannst pirrandi að þurfa alltaf að bæta á hann (það fór kannski bara of mikið á flöskurnar sem ég var að súpa af. note to self: drekka minna... eða nota rör)


snædís hjartavinkona gestavarir dagsins

Það sem er líklega uppáhaldið mitt við Nars varalitina eru pakkningar. Eins og Björg vinkona mín orðaði svo fullkomlega: "Þær eru harðar en samt mjúkar" Það er mjög erfitt að lýsa þeim öðruvísi svo þú verður að fjárfesta í einum til að sjá hvað við eigum við. 
-n

No comments:

Post a Comment