Monday, May 19, 2014

Dagur 15 - Gigolo

Byrjum færslu dagsins á smá sögu...
Reynið að sjá fyrir ykkur dauðþreytta, dauðþreytta (en samt sem áður gullfallega) unga konu á leið í flug heim eftir nokkurra mánaða búsetu í öðru landi. Þessi unga og þreytta (ekki gleyma hvað hún er frábær og falleg og klár og stylish) eyddi fluginu sínu sitjandi við hliðuna á lítilli fjölskyldu. Já, þau voru lítil (bókstaflega, faðirinn náði ungu konunni upp að öxlum) - en hávær voru þau einnig. Maður hefði haldið að tveggja ára gömlu barni þætti spennandi að fljúga en ó nei, það var ekki svo. Unga konan hafði ekki fyrir því að gá hvoru kyninu barnið tilheyrði svo hún kallaði það bara það er hún bölvaði því hljóðlátlega í hugsununum sínum. Það átti stóra systur sem sat við hliðina á ungu konunni, og hún hafði fengið blöðru á matsölustað á flugvellinum. Þetta vissi unga konan einungis af því að stelpan sá enga ástæðu til að halda í prikið sem blaðran var fest á. Nei, það var mun skemmtilgra að halda á blöðrunni og láta prikið sveiflast í allar áttir. Unga konan missti nærri því vinstra augað þetta kvöldið.
Settu þig nú í spor þessarar ungu konu. Værir þú ekki svolítið utan við þig? Hún dreif sig eins hratt og hún gat út úr vélinni, þaut í gegnum fríhöfnina með tvær bjórkippur og eina líkjörsflösku (með smá stoppi til að aðstoða ferðamann við áfengiskaup) að færibandinu þar sem hún reif töskurnar sínar tvær af þvílíku afli og setti svo stefnuna út að aðkomusvæðinu. Þar leyfði hún tárunum að renna niður vanga sína er hún bar fólkið sitt augum og hætti ekki fyrr en komið var út í bílinn. Á leiðinni í bæinn tók við munnræpa, en unga konan hafði frá mörgu að segja. Það var glatt á hjalla í gamla station bílnum þegar hann nálgaðist áfangastað, en svo skall það á. Tilfinning. Unga konan gerði sér grein fyrir að hún hefði gleymt einhverju.
Hún hafði skilið dýrmætu og tiltölulega nýju fartölvuna sína eftir í flugvélinni.

Þess vegna er allt búið að vera í fokki! Ekki hafa áhyggjur samt, einhver yndisleg YNDISLEG manneskja kom henni fyrir í tapað/fundið í Leifstöð þar sem ég sótti hana í morgun.*
Ég vissi aðeins eitt í morgun þegar ég hóf að gera mig til fyrir útréttingar (smá rúnt til Kef, t.d.): Að ég þyrfti almennilegan varalit eftir allt þetta rugl. Fyrir valinu varð Gigolo frá Guerlain.




Þegar ég leit í varalitabudduna mína (eftir langa fjarveru) rak ég augun strax í Gigolo sem er einn af mínum allra, allra uppáhaldsvaralitum fyrr og síðar. Því furðaði ég mig á af hverju ég nota hann ekki oftað (eða af hverju ég tók hann ekki með mér út).
Það var ekki fyrr en ég opnaði hann til þess að setja hann á mig sem það rann upp fyrir mér, hann er alveg að verða búinn. Ef þið lesið bloggið reglulega vitið þið að Rouge G varalitirnar (Rose Ensoleille), sem og bara allt frá Guerlain, eru mjög dýrir sem er líklega ástæðan fyrir því að ég ákvað að spara hann.



Eins og þið sjáið á varamyndinni hér að ofan þá getur Gigolo verið miskunnarlaus þegar það kemur að því að setja hann á varirnar, ég ákvað að sleppa varablýant til að geta sýnt ykkur hversu mikið maður þarf að vanda sig. Ef þú notar ekki varablýant myndi ég nota varalitabursta, sem ég gerði heldur ekki og það er mjög augljóst hversu ójafn hann er. (Ég mæli heldur ekki með að setja hann á sig í farþegasætinu  í bíl á sama tíma og bílstjórinn keyrir utan í kyrrstæðan bíl, sem kom fyrir mig í dag.)
En að öðru leyti er hann fullkominn: hann er mjög þekjandi, með afar látlausar shimmer agnir og er mjög nærandi, sem er ótrúlega sjaldgæft fyrir varaliti hvað þá svona litsterka.
Þar sem Gigolo er rosalega berjarauður nota ég oft Velvetella varablýant (Cremestick frá MAC) við hann til að koma svolítilli vídd í lúkkið, persónulega finnst mér það samt frekar mikið vetrarlúkk - myndi heldur mæla með Magenta frá MAC eða einhverjum varablýant í svipuðum berjatón á þessum tíma árs.


shady stuff


Gigolo er hluti af permanent línu Guerlain, svo eini bobbinn í þeim báti er verðið. Fyrir mig er hann ómissandi og ég mæli hiklaust með honum. Hann er í Rouge G línunni, svo maður fær ótrúlega flottar og nettar pakkningar með spegli í kaupbæti. Ef þér líst vel á litinn, en ekki verðmiðann geturðu tékkað á Rebel frá MAC, sem er ekki eins rauður en mjög svipaður í þessum frábæra berjatón.
-n

*Ef þú varst ekki búin/n að fatta hver unga konan í þessari sögu var, þarftu að fara í heilatékk cuz u cray.

2 comments: