Friday, June 13, 2014

Dagur 35 - Hue

Þynnka gærdagsins ákvað að marinerast svo þessum degi var einnig eytt uppi í rúmi í svefnmóki en svo fékk ég beiðni frá hjartavinkonu um að kíkja út og ég ákvað að slá til áður en ég kafnaði. (útaf koltvísýringnum í herberginu af því að glugginn var lokaður. get it??) Þá vantaði mig varalit og Hue frá MAC varð að lit dagsins.



Hue er nude extraordinaire, hann er líklega vinsælasti nude varaliturinn hjá MAC. Áferðin á honum er glaze og sleppur við allt shimmer en hann býr yfir miklum glansi. Það er örlítið bleikt í honum en alls ekki mikið, myndi setja hann mitt á milli Myth og Creme Cup.
Glaze varalitirnir hylja öllu jafna ekki mikið og þar sem þeir eru með mjög mikinn glans endast þeir vanalega ekki lengi. Því er gott að para þá við varablýant, minn go-to varablýantur er Sublime Culture.




Á sínum tíma notaði ég Hue óspart en svo kynntist ég Creme Cup, sem ég minntist á ofar, og þá féll H í gleymskunnar dá. Ég er samt ótrúlega hrifin af þessum lit og hann telst mun meira til nude flokksins heldur en CC, sem er mun bleikari.




Hue er samt því miður ekki hinn fullkomni varalitur, það er í rauninni nauðsynlegt að para hann við varablýant svo hann endist lengur en í tuttugu mínútur, og hann á til að festast í þurrki á vörunum. (passa líka drykkju á meðan hann er í notkun, fer á notime)
-n

No comments:

Post a Comment