Saturday, June 14, 2014

Dagur 36 - Orange

Þegar móðir mín sá varalit dagsins var henni heldur betur brugðið og spurði af hverju ég væri nú að nota þennan lit. Rauður færi mér miklu betur. En hún veit ekki neitt og ég er búin að ná tökum á svolitlu tani svo ég ber Orange frá Kiko með stolti. (og fierceness)




Orange (rosalega hnyttið og skemmtilegt nafn...) er hluti af Unlimited Stylo línu Kiko. (stylo er sko varalitur á ítölsku) US er lýst sem endingargóðum, "transfer resistant" og eiga að endast allt að 8 tíma. Orange er appelsínugulur, mattur litur og þá meina ég mattur. Ég var búin að minnast á RiRi Woo sem allra þurrasta litnum en nú hefur O hlotið þann titil.
Hann er afar mjúkur þegar maður ber hann á sig og þornar á um það bil fimm mínútum. Hann er ekki ósvipaður Morange frá MAC, en M er með amplified áferð svo honum fylgir meiri glans.



Mér finnst best að dúppa Orange á varirnar svo það komi ekki allt of mikið af litnum á varirnar, en þá safnast hann upp og byrjaði að "cake-a". En það er alltaf gott að vera meðvitaður að hrúga ekki á sig þykkum förðunarvörum, eins og t.d. hyljurum og möttum varalitum, því þá ertu í raun að vinna á móti tilgangi vörunnar þegar allt er út í klessum á fallega andlitinu þínu. (ég geng út frá því að allir sem skoða þetta blogg eru fallegir því ég legg ekki vana minn að umgangast ljótt fólk)
Orange stendur undir væntingum, ekki oft þar sem svona ótrúlega ódýrar snyrtivörur gera það. (meira um það í næstu orangefærslu cuz i love it and will wear it again) Ef hann er of þurr er hægt að skella svolitlu vaselíni eftir að maður er búinn að bera O á varirnar. En með því styttir maður endingartíminn um svona 7 og hálfan tíma.
-n

No comments:

Post a Comment