Friday, June 13, 2014

Dagur 34 - Soft Cherry

Ég verð að játa eitt, ég sleppti því næstum að bera á mig varalit í dag sökum þynnku. Ó, eymdin sem henni fylgir. Öllum deginum og öllu kvöldinu var eytt inni fyrir með dregið fyrir svo það var kjörið að halda áfram tilraunastarfseminni á pallettunni góðu. Í dag varð Soft Cherry frá Graftobian fyrir valinu.




Soft Cherry er blátóna bleikur sem minnir á Impassioned í lit og áferð en er þó ekki eins skærbleikur og þekur minna. (veit að hann virðist vera mjög gultóna á myndunum en fokkit) Glansinn í SC er mikill en hann er þó alveg laus við shimmer - sem er plús fyrir mitt leyti. Hann endist ágætlega á vörunum en það krefst svolítillar einbeitingar að koma honum á þær. Það er einmitt vandinn við varalitapallettur, það er mun erfiðara að ná litnum alveg á varirnar svo hann þeki eins og hann ætti að gera. En hann má eiga það að hann er mjúkur og maður finnur ekki mikið fyrir honum, svipað og að vera með varasalva. (ekki misskilja samt, þessi er ekkert að næra varirnar)




Það sést ágætlega á myndinni hvað ég á við, þar sem ég þurfti að bera hann á með varabursta geta línurnar orðið ljótar ef ekki er vandað sig. Ég verð að viðurkenna að ég gerði það ekki í dag af því að mér var eiginlega alveg sama þar sem ég var ekkert á leiðinni út. Ég sofnaði nokkrum sinnum með þennan á mér og hann prýðir nú uppáhalds sængurfötin mín.
Soft Cherry er rosalega fínn litur, sem kom mér svolítið á óvart miðað við fyrri reynslu mína af Graftobian pallettunni. En það er bara rosalegur ókostur að hann er í pallettu. Ég mun þó hiklaust nota hann við eitthvað verkefni í framtíðinni. (minnir mig á: ráðið mig sem förðunarfræðing af því mig vantar ótrúlega mikið pening og ég er góð í að farða)
-n

No comments:

Post a Comment