Sunday, June 1, 2014

Dagur 27 - RiRi Woo

Ég er nokkuð viss um að varalitur 27. dagsins hafi verið hluti af eftirsóttustu línu MAC síðasta árs; RiRi Hearts MAC. Hún var haustlínan 2013 og kom því auðvitað úr seinna á Íslandi, í kringum mánaðamótin október/nóvember. Það var meira að segja sérstök kvöldopnun í MAC í Kringlunni þar sem reglan fyrstur kemur, fyrstur fær réð ríkjum. (ég mætti að sjálfsögðu tiltölulega snemma, hóst) Mér tókst að næla mér í þrjár vörur: minni burstann (282 duo fibre), highlighterinn (diamond cream color base) og svo loks RiRi Woo varalitinn.




RiRi Woo er mattur rauður litur sem svipar mikið til hins upprunalega Ruby Woo, sem er í permanent línu MAC. Ég á reyndar ekki Ruby Woo en hef heyrt að RiRi Woo er víst aðeins mýkri útgáfa af honum. Hef aðeins eitt um það að segja og það er hvernig?? RiRi Woo er mattasti litur sem ég á, hef ekki átt svona rosalega harðan lit áður. Ekki misskilja mig samt, mér finnst hann frábær. Elska hann hreint. Ég held ekki að það væri hægt að finna betri tímabilavaralit. (forties, fifties etc)



Aðalástæða þess að ég keypti RiRi Woo var pakkningin. Það gefur auga leið að ég ég þarfnast þannig séð ekki annars rauðs litar í safnið en hver getur hafnað þessari (gawdjess) pakkningu? Það er meira að segja búið að skrifa "RiRi" í varalitinnsjálfan. SELT.




RW endist ótrúlega lengi á vörum, en það þarf þó að fylgjast betur með honum ef þú ert að borða/drekka (sem ég geri aldrei). Persónulega er ég alltaf mjög paranoid þegar ég er með rauðan varalit á mér svo ég er bætandi á hann í sífellu. Þess þarf alls ekki með þennan. Ég þarf varla að taka þurrkamálin fram aftur en ég ætla samt að gera það af því ég er sjálf búin að glíma við mikinn varaþurrk, kannski ekki við öðru að búast verandi endalaust með varaliti og stígandi upp úr veikindum. (sem er ekki það besta í stöðunni þegar maður er með svona ótrúlega mattan lit en ég hugsaði bara fokkit i wanna be fab)



Þar sem RiRi Woo var limited edition er mjög erfitt að mæla með honum en þar sem hann á sér semi hliðstæðu í permanent línu MAC væri kannski þess virði að tékka á Ruby Woo. Svo er einnig þess virði að minnast á að Rihanna er talskona Viva Glam lína ársins 2014 og varaliturinn og glossið eru ótrúlega fallegir litir. (ég er ekki enn búin að festa kaup á þeim þar sem ég á núll magn af peningum en varaliturinn mun allavega verða minn fyrir lok árs)
Smá disclaimer í lokin, ég er enginn rosalegur Rihönnu aðdáandi, finnst hún almennt ekki sýna sérstaklega gott fordæmi, en hún kann að velja snyrtivörur!
-n


2 comments:

  1. Ohh hann er geggjaður! ég náði bara ririwoo varablýantinum og hann blæðir svo að hann var eiginlega smá vonbrigði. En liturinn er bara svooo fallegur!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ohh, það er svo ömurlegt þegar svona hype-aðir hlutir standast svo ekki væntingar!

      Delete