Saturday, June 14, 2014

Dagur 37 - Viva Glam Cyndi

MAC er með rosalega sniðuga herferð sem nefnist Viva Glam, en það eru fengnar stjörnur á hverju ári til að setja nafn sitt á varalit og gloss (geri ráð fyrir að þær fái eitthvað um litina að segja, ég ætla allavega að heimta það þegar ég er beðin um að vera talskona viva glam) og rennur allur ágóði til samtaka sem berjast gegn alnæmi. Þetta er ótrúlega fallegt framtak og hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim, margar milljónir dollara safnast á ári hverju.
Ég á tvær VG vörur og er önnur Viva Glam Cyndi glossið sem ég var með í dag.




Cyndi Lauper var talskona VG árið 2010 (minnir mig, heilinn minn er að bregðast mér þessa dagana) ásamt Lady Gaga. Þetta var einmitt á þeim tíma sem ég gerði ekki annað en að fylgjast með "bjútígúrum"og það var sér í lagi ein sem lofsöng í sífellu VG Cyndi varalitinn, að hann væri hinn fullkomni látlausi rauður. Það þarf ekki mikið til að kveikja í varalitablæti mínu (sem var þá á algeru byrjunarstigi) en einhvern veginn tókst mér að standast freistinguna nærri því út árið. Ég missti af varalitnum sjálfum en ég var sannfærð um að festa, engu að síður, kaup á glossinu því það væri alveg jafn flott. (no regrets a la robbie)




VG Cyndi er kóralbleikur litur með agnarsmáum bleikum shimmerögnum. Eins og sést á efri myndinni þekur hann vel (furðuvel þar sem þetta er gloss) en persónulega finnst mér betra að setja svolítið af honum á miðjar varirnar og dreifa svo úr honum með fingri. Þá verður hann minna glossaðri (voru allir búnir að ná að ég fíla ekki sérstaklega glossað lúkk?) og í senn látlausari. Annar kostur vinn VG Cyndi er að hann endist furðulengi á vörunum miðað við að vera gloss og sérstaklega ef borið er lítið af honum á varirnar. Hann er allavega go-to "varaliturinn" minn á fyrsta stefnumóti og í starfsviðtölum. (semsagt fullkominn fyrir þær stundir sem þú átt að koma vel fyrir og átt ekki að sýna þína réttu hlið sem óhóflegur djammari sem elskar áberandi varaliti)
-n

No comments:

Post a Comment