Monday, June 30, 2014

Dagar 38 & 39 - 2.0 x 2

Nú veit ég vel upp á mig sökina, hugurinn hefur verið annars staðar og ég hef ekki fundið fyrir neinni löngun til að blogga síðustu vikur. Júní hefur almennt verið frekar erfiður þegar kemur að andlegu hliðinni. En nú er nýr mánuður að ganga í garð sem verður vonandi ögn miskunnsamari á sálina.
Ég vona að þeir sem lesa bloggið reglulega og hafa beðið (eftirtekta hehe) eftir nýrri færslu geta fyrirgefið mér og þeir trúi því að þó ég hafi ekki bloggað á hverjum degi hef ég staðið við áskorunina. (lipstick erryday b!tch)

Dagur 38 - Coquette
Ég bjó enn á Ítalíu þegar Coquette prýddi varir mínar síðast (sælla minninga, sérstaklega í þessu glataða veðri) og hef litlu við að bæta við þá færslu. Þetta er rosalega góður byrjendavaralitur - skyldi mann langa að prófa sig áfram í Chanel vörumerkinu. Lyktin er fersk og áferðin mjúk og góð. Mæli einkum með honum fyrir hversdagslúkk, persónulega nota ég ekki mikið svona látlausa bleika á djamminu eða fínt. (þannig þú ættir ekki að gera það heldur!)

Dagur 39 - Chatterbox
Tveir basic, heldur látlausir bleikir varalitir í röð en þeir eru báðir bara svo þægilegir að ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það. Þar sem ég fjallaði heldur ítarlega um C síðast, hef ég enn og aftur heldur litlu við að bæta. Litlu. En þó svolitlu. Ég er nokkuð viss um að Chatterbox sæki nafnið sitt í kvikmynd undir sama nafni frá árinu 1977 sem fjallar um konu sem kemst að því að píkan hennar getur talað. Núna hugsa ég bara um píkur þegar ég hugsa (og skrifa) um Chatterbox. Hvaða sögur ætli píkurnar hafi að segja?
-n

lífið

No comments:

Post a Comment